Nusantara
Útlit

Nusantara (indónesíska: Ibu Kota Nusantara) er fyrirhuguð höfuðborg Indónesíu. Áætlað var að gera hana að höfuðborg 17. ágúst 2024, en vegna ókláraðra bygginga og gagnrýni ríkisstarfsmanna um flutning hefur það frestast.[1][2][3] Borgin mun verða fullkláruð 2045.[4][5] Hún tekur við af Jakarta sem hefur verið höfuðborgin frá 1945.
Borgin er á austurströnd Borneó við Austur-Kalimantan-hérað. Nálægar borgir eru Balikpapan og Samarinda.
Meðal ástæðna flutningsins er að færa valdajafnvægið frá fjölmennustu eyjunni Jövu og hafa höfuðstaðinn í miðju landsins og fjarri jarðskjálfta- og eldgosasvæði. Tæp 96% íbúa voru andsnúin flutningi á höfuðborginni í könnun. [6]
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Achmad Ibrahim; Edna Tarigan (17 ágúst 2024). „Indonesia holds unfinished future capital's first Independence Day ceremony“. Associated Press.
- ↑ „PUPR Minister: President Likely to Shift to IKN in September“. IDX Channel.com. Sótt 24 ágúst 2024.
- ↑ Idris, Muhammad (24 ágúst 2024). „Rencana Awal Juli, Kenapa Jokowi Belum Juga Pindah Kantor ke IKN?“. KOMPAS.com (indónesíska). Sótt 24 ágúst 2024.
- ↑ „Pembangunan Infrastruktur IKN Berjalan Sesuai Tahapan“. Website Pemerintah Kabupaten Penajam Paser Utara (indónesíska). 9 febrúar 2023.
- ↑ „Indonesia's new capital Nusantara attracts increased investor interest“. Nikkei Asia (bresk enska). Sótt 16 ágúst 2024.
- ↑ KedaiKOPI: 95,7 % Responden Jakarta Tak Setuju Ibu Kota Pindah Nasional, sótt 6/3 2023