Fara í innihald

Magnús Tómasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Magnús Tómasson (f. 29. apríl 1943) er íslenskur myndlistarmaður.

Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og að því loknu hélt hann til Kaupmannahafnar í nám við Konunglegu listaakademíuna. Þar lærði hann í málaradeild, grafíkdeild og deild sem kallast „Mur og Rumkunst“.[1] Eftir námið þar hélt Magnús aftur heim til Íslands þar sem hann varð einn af forsprökkum SÚM hópsins. Þar vann hann með mönnum eins og Sigurði Guðmundssyni, Hreini Friðfinnssyni og Jóni Gunnari Árnasyni.[2]

Helstu verk

[breyta | breyta frumkóða]

Þotuhreiðrið - er höggmynd sem stendur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verkið er risastórt egg úr ryðfríu stáli, en þotutrjóna sem líkist gogg brýst út úr egginu. [3]

Minnismerki um óþekkta embættismanninn - verkið stóð áður fyrr í garði fyrir aftan Hótel Borg, nánar tiltekið milli Lækjargötu og Pósthússtrætis. Núna stendur það fyrir framan Iðnó, en það var fært þangað árið 2012 í þeim tilgangi að gera það sýnilegra. [4]

Hús tímans - hús skáldsins - er 6 metra útilistaverk, unnið úr eir og grjóti, meðhöndluðu með platínu sem stendur við Stekkjarflöt í Mosfellsbæ. Verkið er líklegast tilvísun í Gljúfrastein, hús Halldórs Laxness, en það hefur gjarnan verið kallað hús skáldsins.[5]

Amlóði - verk sem unnið er úr basaltbjargi sem stendur á fjórum bognum stálfótum. Verkið er á Seltjarnarnesi, nálægt Valhúsahæð.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Land og saga. „Magnús Tómasson“. Magnús Tómasson. Sótt 13. október 2013.
  2. Jón Proppé. „Fimm súmmarar“. Morgunblaðið. Sótt 13. október 2013.
  3. Morgunblaðið. „Þotuhreiðrið risið við Leifstöð“. Morgunblaðið. Sótt 13. október 2013.
  4. DV. „Óþekkti embættismaðurinn afhjúpaður“. DV. Sótt 13. október 2013.
  5. Land og saga. „Hús tímans - hús skáldsins. Eftir Magnús Tómasson“. Land og saga. Sótt 13. október 2013.
  6. Land og saga. „Amlóði. Eftir Magnús Tómasson“. Land og saga. Sótt 13. október 2013.