Macintosh stýrikerfi
Macintosh stýrikerfi eru hópur stýrikerfa frá Apple fyrir Macintosh tölvurnar. Það var fyrst kynnt árið 1984 fyrir upprunalegu Macintosh 128K tölvuna. Fyrsta stýrikerfið er stundum kallað klassíska Mac OS.
Fyrstu útgáfur Mac OS virkuðu bara með Motorola 68000-tölvum. Þegar Apple kynnti fyrstu tölvurnar með PowerPC vélbúnaði var stýrikerfi uppfært til þess að styðja þessa nýju tegund örgjörva og annað stýrikerfið varð til.
Stýrikerfið fór í gegnum kjarnauppfærslu þegar Mac OS X (útgáfa 10) varð til, seinna nafnið stytt í OS X, og svo síðar í macOS. Oft var talað um Mac OS X sem sér stýrikerfi þ.e. samhæfni við Mac OS var ekki að fullu tryggð, en stundum er Mac OS látið ná yfir bæði kerfin. Apple reyndi strax að hanna betri stýrikerfi en þau sem þegar voru á markaðinum, flest stýrikerfi þess tíma voru tæknilega flókin, ófullkomin og frekar einhæf.
macOS (þá sem OS X) hefur verið uppfært til þess að styðja Intel x86-örgjörva, fyrst 32-bita eingöngu, síðar 64-bita, og á mörgum tímapunktum í sögunni var tvenns konar tækni studd, s.s. PowerPC og forrit frá fyrri kynslóð gerð fyrir Motorola 68000, eða 64-bita og 32-bita, en nú eru eingöngu 64-bita studd.
Apple forrit
| |
---|---|
Stýrikerfi: | OS X • Mac OS 9 |
Pakkar: | .Mac • iLife • iTunes • iWork • AppleWorks |
iLife: | iTunes • iPhoto • iWeb • iDVD • iMovie • GarageBand |
Áhugamannaforrit: | Final Cut Express • Logic Express |
Atvinnuforrit: | Aperture • Final Cut Studio • Logic Pro • Shake |
Forrit sem fylgja Mac OS X: | Front Row • iChat • Photo Booth • QuickTime • Safari • TextEdit • Core Animation • Mail |
Þjónar: | Apple Remote Desktop • Mac OS X Server • WebObjects • Xsan |
Hætt við: | HyperCard • MacDraw • Mac OS • MacPaint • MacProject • MacTerminal • MacWrite |