Fara í innihald

Motorola

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Motorola Inc. var bandarískt fyrirtæki (og nú aðeins vörumerki sem enn er notað) sem framleiddi og seldi farsíma, örgjörva og netbúnað. T.d. fyrsta farsíma sögunnar, Motorola DynaTAC 8000X, árið 1984, og síðar "smartsíma" sem keyrðu Android, undir þeirra nafni (eða stytt í "Moto").

Motorola framleiddi t.d. 32-bita Motorola 68000 örgjörvann (sem kom út 1979 upphaflega með 16-bita "data bus" og keyrði á 4, 6, eða 8 MHz). Sá örgjörvi, eða af þeirri kynslóð, var notaður í mjög vinsælum tölvum t.d. Macintosh tölvum frá Apple, og fleiri borðtölvum t.d. Amiga frá Commodore, og leikjatölvum, t.d. Sega Genesis (Mega Drive).

Fyrirtækið og örgjörvinn (eða tölvufyriræki sem notuðu hann) keppti þannig óbeint við risann fyrir borðtölvuörgjörva, Intel og þeirra "x86", sem líka er "CISC" örgjörvi (eða kynslóð af), þar til fyrirtækið gafst upp á þeirri samkeppni 1994 eftir útgáfu Motorola 68040 sem keyrði með 40 MHz klukkuhraða, sem var ekki hægvirkt á sínum tíma. Þróun þeirra var hliðstæð t.d. komu þeir með "FPU" kubb sem síðar var sambyggður 68040 (líkt of Intel gerði með 486DX).

Apple skipti út þessum örgjörvum fyrir "RISC" PowerPC örgjörva (sem Motorola framleiddi í samvinnu við IBM) og síðar yfir í fyrrnefndann samkeppnisaðila frá Intel þ.e. fór aftur yfir í "CISC" hönnun (en notast við ARM örgjörva með RISC-hönnun í iOS-keyrandi tölvum líkt og iPhone).

Fyrirtækið framleiddi líka aðra örgjörva, minna vinsæla 6800 sem líka var CISC (en 8-bita) og hannaði t.d. líka sína eigin RISC-línu sem varð ekki vinsæl. 6800 CISC-hönnun var nokkuð vinsæl en ekki forritunarlega samhæfð heldur við 68000 hönnunina sem var síðar endurnýtt í Freescale (síðar NXP) ColdFire.

Fyrirtækið var bútað upp tvo fyrirtæki sem voru keypt (ásamt einkaleyfum). Google keypti og síðar Lenovo af fyrirtækið "Motorola Mobility" og rekur sem sitt undirfyrirtæki og tók við vefsíðunni.