1555
Útlit
(Endurbeint frá MDLV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1555 (MDLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrsta íslenska sálmabókin, Ein Kristilig handbog, var gefin út í Kaupmannahöfn, þýdd af Marteini Einarssyni biskupi.
- Ólafur danski, skólameistari í Skálholti, drukknaði í Brúará.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. febrúar - Ágsborgarþingið hefst.
- 4. febrúar - John Rogers var brenndur á báli í Englandi fyrir villutrú, fyrstur mótmælenda eftir valdatöku Maríu drottningar.
- 10. apríl - Marsellus II varð páfi. Páfadómur hans stóð þó aðeins í þrjár vikur.
- 17. apríl - Borgin Siena á Ítalíu gafst upp eftir átján mánaða umsátur herliðs Flórens og keisarans.
- 23. maí - Páll IV. varð páfi.
- 25. september - Ágsborgarfriðurinn undirritaður.
Fædd
- 18. mars - Frans hertogi af Anjou, yngsti sonur Hinriks 2. Frakkakonungs og Katrínar af Medici (d. 1584).
Dáin
- 23. mars - Júlíus III páfi (f. 1487).
- 12. apríl - Jóhanna Kastilíudrottning, kona Filippusar 1. (f. 1479).
- 1. maí - Marsellus II páfi (f. 1501).
- 25. maí - Hinrik 2. Navarrakonungur (f.1503).
- 21. nóvember - Georgius Agricola, þýskur vísindamaður (f. 1490).