Mófugl
Útlit
Mófugl (eða móafugl) er safnheiti yfir fugla sem velja sér opið mólendi og mýrlendi til varps. Flestir mófuglar eru vaðfuglar og algengastir þeirra eru tjaldur, heiðlóa, sandlóa, spói, jaðrakan, stelkur, hrossagaukur, lóuþræll, sendlingur og óðinshani. Kjói, rjúpa og þúfutittlingur eru einnig algengir mófuglar.
Á Íslandi er óvenjuhár þéttleiki vaðfugla á grónu landi. Það stafar af hentugum búsvæðum, hæfilegri beit og frjósömum eldfjallajarðvegi. Stór hluti af heimsstofni sumra mófugla verpir á Íslandi, hér er um 40% af heimsstofni spóa, um helmingur af heimsstofni sandlóu og stelks.