Míla ehf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Míla ehf er fyrirtæki, stofnað 1. apríl 2007, sem á og rekur víðtækasta fjarskiptakerfi á Íslandi og felst reksturinn í uppbyggingu og viðhaldi á kerfinu.[1] Rekstur fjarskiptanetsins er þó að einhverju leyti í höndum annarra fyrirtækja, vegna samstarfsamninga Mílu um þjónustu.[2][3] Míla veitir fjarskiptaþjónustu til sæstrengja Farice.[4]

Fjarskiptanet Mílu skiptist í stofnnet og aðgangsnet. Stofnnetið er dreifikerfi þess um allt land, en aðgangsnet eru tengingar til fyrirtækja, stofnana og heimila. Stofnnet Mílu byggir á koparlínum, ljósleiðurum og örbylgjusambandi. Uppbygging ljósleiðarakerfisins er í hringtengingu í kringum landið.[5] Aðgangsnet Mílu byggir á koparlínum, ljósleiðurum og kóaxstrengjum. Algengast er að flest fyrirtæki, heimili og stofnanir séu tengdar með koparlínum.[6]

Í maí árið 2010 voru bensínsprengjum komið fyrir við fjarskiptamöstur við Veðurstofuna í Reykjavík. Landsvirkjun, Fjarski, Vodafone, Síminn, Tetra og Míla eru öll með búnað í fjarskiptamöstrunum þremur. Eldurinn hafði ekki áhrif á kerfi neinna fyrirtækjanna.[7]

Í næsta mánuði, apríl 2010 hafði Míla beint myndavélum sínum á Valahnjúki og ÞórólfsfelliFimmvörðuhálsi í tengslum við gosið. Um 4 milljónir heimsóttu heimasíðu Mílu á meðan gosið stóð vegna þessa.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.