Fara í innihald

Míla hf.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Míla hf. er íslenskt heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem byggir upp og rekur fjarskiptainnviði í landinu.  Míla á og rekur stærsta og dreifðasta fjarskiptanet landsins sem tengir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Viðskiptavinir Mílu eru fjarskiptafyrirtæki sem bjóða þjónustu til endanotenda um kerfi Mílu. Kerfi Mílu eru opin og geta öll fjarskiptafélög sem bjóða þjónustu á Íslandi nýtt sér þetta kerfi.[1]

Míla var stofnuð 2007 þegar grunnkerfi fjarskipta landsins voru aðskilin öðrum rekstri Símans. [2] [3]

Fyrirtækið byggir á langri sögu fjarskipta á Íslandi, eða allt frá árinu 1906 þegar fyrsti sæstrengurinn kom á land á Seyðisfirði og tengdi Ísland við umheiminn. Um var að ræða einn koparþráð frá Seyðisfirði, gegnum Færeyjar og Hjaltlandseyjar til Skotlands. Við bestu skilyrði komust um hann 120 orð á mínútu. [4]

Á næstu 60 árum var lokið við að leggja símalínur í dreifbýli landsins og koma símasambandi til allra heimila. Núverandi kerfi Mílu byggir að nokkru á þeim kerfum sem lögð voru á þessum árum. [5]

Árið 1935 var talsambandi við útlönd komið á og árið 1960 lauk lagningu síma í sveitir landsins. Fyrstu stafrænu símstöðvarnar voru teknar í gagnið árið 1984 og ári síðar hófst lagning ljósleiðara á Íslandi. [6] Fyrsti ljósleiðarastrengurinn var lagður árið 1985 milli Reykjavíkur og Selfoss. Hann þótti mikil bylting, en hann bar um 2000 talrásir.[7]

Árið 1986 voru allir símar landsmanna tengdir sjálfvirkum stöðvum og fyrstu farsímarnir, svokallaðir NMT-símar, voru teknir í notkun á landinu. GSM -farsímakerfi tók til starfa í landinu 1994. [8]

Árið 1935 var síma- og póstþjónusta á Íslandi sameinuð í eitt fyrirtæki, Póstur og Sími [9] , en árið 1998 var Landssími Íslands hf stofnaður. Árið 2005 seldi ríkisstjórn Íslands 98,8% eignarhlut sinn í Landssímanum til Skipta ehf.[10] [11] Tíu árum síðar eða 2015 var Síminn skráður í Kauphöll á Íslandi.

Með aðild að Evrópska efnhagssvæðinu (EES) varð Íslandi skylt að auka samkeppni í rekstri fjarskiptaneta og fjarskipta- og póstþjónustu. Sú krafa var gerð að rekstur fjarskiptaneta og þjónustu skyldi aðskilin frá allri stjórnsýslu.[12]

Til að tryggja meiri samkeppni í fjarskiptum var árið 2015 starfssemi móðurfélagsins Símans og dótturfélagsins Mílu aðskilin að fullu með sérstakri sátt milli Samkeppniseftirlitsins og fyrirtækjanna. [13] [14]

Árið 2022 var Míla seld til franska fjárfestingasjóðsins Ardian sem sérhæfir sig í fjárfestingum í innviðafyrirtækjum, og íslenskra lífeyrissjóða. [15] [16]

Starfsemin Mílu

[breyta | breyta frumkóða]
  • Lagning ljósleiðara til heimila og fyrirtækja um allt land og ljósleiðaratengja heimili í þéttbýli um allt land.  
  • Byggja upp öflugt farsímakerfi um allt land, með áherslu á 5G uppsetningu.
  • Míla er með um 600 fjarskiptastaði á landinu en með öllum farsímastöðum telja þeir vel yfir 1.000. [17]

Landshringur Mílu liggur hringinn um landið og tengir landið við umheiminn með tengingu við sæstrengi þar sem þeir koma á land. Hann  er grunnur að fjarskiptum á Íslandi og er hringtenging mikivægur þáttur í fjarskiptaöryggi. [18]

Árið 2020 var lokið við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl og með því var fjarskiptaöryggi landsins aukið umtalsvert. Fleiri leiðir sem fjarskiptin geta farið ef til útfalls kemur.[19]

Míla hefur lokið við fyrsta áfanga í uppbyggingu á nýju flutningskerfi fjarskipta umhverfis landið svokallað bylgjulengdarkerfi. Kerfið flytur ljósbylgjur milli staða og getur hver bylgja nú flutt allt að 400 Gbit á sekúndu, en var áður 100 Gbit. Þetta nýja flutningskerfi styður m.a. uppbyggingu á 5G farsímasendum um allt land og ljósleiðaravæðingu fyrir heimili og fyrirtæki og tryggir nægan hraða og afköst til þess að veita háhraða fjarskiptaþjónustu um allt land. [20]

Míla starfar samkvæmt fjarskiptalögum.[21] Samkvæmt þeim fer Fjarskiptastofa fer með aðhald og eftirlit með fjarskiptum og að lögum sé framfylgt.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.mila.is/um-milu/
  2. https://timarit.is/page/6251409?iabr=on
  3. https://timarit.is/page/6250630?iabr=on
  4. https://timarit.is/page/5265348?iabr=on
  5. https://timarit.is/page/5703074?iabr=on#page/n137/mode/2up/search/M%C3%ADla
  6. https://timarit.is/page/3917535?iabr=on
  7. https://timarit.is/page/1648445?iabr=on
  8. https://timarit.is/page/3917535?iabr=on
  9. https://www.althingi.is/altext/48/s/pdf/0093.pdf
  10. https://timarit.is/page/6510537?iabr=on
  11. https://timarit.is/page/3857742?iabr=on
  12. https://fjarskiptastofa.is/fjarskiptastofa/um-fjarskiptastofu/saga-stofnunarinnar/
  13. https://timarit.is/page/7205681?iabr=on
  14. https://timarit.is/page/7252266?iabr=on
  15. https://timarit.is/page/7553050?iabr=on
  16. https://www.siminn.is/frettir/spurt-og-svarad-um-soluna-a-milu
  17. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/ForsAetisraduneytid/Innvidir-2020/Fjarskipti/M%C3%ADla.pdf
  18. https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/15.2.21_Starfshopur_ljosleidaramal_skilagrein_greinargerd_til_rhr_lokautgafa_uppsett.pdf
  19. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/06/halendisleid_eykur_fjarskiptaoryggi/
  20. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. ágúst 2023. Sótt 1. ágúst 2023.
  21. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2022070.html