Kjarnaskógur
Kjarnaskógur er skógur og útivistarsvæði í Kjarnalandi í Eyjafirði milli Kjarnalæks og Brunnár rétt sunnan við Akureyri. Landið komst í eigu Akureyrarbæjar frá 1910 og var nýtt af bæjarbúum fyrir grasnytjar og garðrækt til 1946 þegar Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk þar aðstöðu. Markviss skógrækt hófst síðan 1952. Ríkjandi trjátegundir í skóginum eru birki og lerki.
