Smásveppir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ölger (Saccharomyces cerevisiae) er asksveppur sem er jafnframt dæmi um smásvepp.

Smásveppir eru sveppir sem ekki mynda stórt aldin utanum gróbeð sinn eins og stórsveppir gera. Yfirlit Náttúrufræðistofnunar yfir íslenska smásveppi skilgreinir smásveppi sem slímsveppi, eggsveppi, kytrusveppi, oksveppi, asksveppi sem ekki mynda fléttur, vankynssveppi, ryðsveppi, lyngrauðusveppi og sótsveppi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • Helgi Hallgrímsson og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). „Íslenskt sveppatal I: Smásveppir“ (PDF). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar 45. Sótt 8. janúar 2008.