Fara í innihald

Loðinn af Bakka

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Loðinn af Bakka var norskur maður sem var lögmaður á Íslandi árið 1301. Honum má ekki rugla saman við Loðin lepp, sem kom til Íslands með Jónsbók árið 1280.

Loðinn var úr Þrændalögum og hefur verið af höfðingjaættum. Í annálum segir að hann hafi fallið í ónáð ásamt fleiri herramönnum í Þrándheimi 1293 og verið gerður útlægur til Íslands; „var sendur út Bakka-Loðinn til Íslands, vorðinn útlagi Noregs konúngs“, segir í Skálholtsannál. Ekkert er vitað um veru hans hér þá en hann hefur komist aftur í náðina þegar Hákon háleggur tók við konungdæmi 1299 og vorið 1301 birtist hann hér ásamt Bárði Högnasyni og Álfi úr Króki, sérlegum sendimanni konungs. Hafði Hákon útnefnt þá Loðin og Bárð lögmenn og kann að vera að þeir hafi verið valdir í það hlutverk vegna þess að báðir voru kunnugir á Íslandi. Var það í fyrsta skipti sem konungur tók sér vald til að skipa íslenska embættismenn og tók hann ekkert tillit til þess að fyrir voru lögmenn sem Íslendingar höfðu sjálfir kosið ári áður.

Áttu lögmennirnir og sendimaðurinn meðal annars að sjá til þess að konungur yrði hylltur af Íslendingum. Ekkert varð þó af því, Íslendingar tóku sendingunni illa. Þremenningarnir fóru úr landi um haustið og Loðinn skilaði lögsagnarumboði sínu til konungs svo að hann var ekki lögmaður nema þetta eina ár. Snorri Markússon tók við af Loðni.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Þorsteinn Hafurbjarnarson
Lögmaður sunnan og austan
(13011301)
Eftirmaður:
Snorri Markússon