Listi yfir eyjar Grikklands
Útlit
Eyjar á Grikklandi eru margar. Milli 1.200 til 6.000 eftir því hvaða lágmarksstærð er miðað við. Byggðar eyjar eru á milli 166 og 227. Krít er stærsta eyjan og Evbea næststærst. Lesbos og Ródos koma næst en eftir það eru allar eyjar sem eftir eru 2/3 af stærð Ródos. Ein þekktasta ferðamannaeyjan er Santorini.
Tæknilega séð er Pelópsskagi stærsta gríska eyjan, eftir að Kórinþu-skipaskurðurinn var grafinn árið 1893 og aðskildi skagann frá meginlandinu.
Eyjunum er skipt í meginhópana:
- Sarinok-eyjar
- Hringeyjar/Kyklades-eyjar
- Tylftareyjar
- Norður-Egeifseyjar/Eyjahafseyjar
- Sporadeseyjar
- Jónaeyjar