Naxos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Höfnin í Naxos.

Naxos er eyja í Eyjahafi sem tilheyrir Grikklandi. Hún er stærst Hringeyja og var miðstöð hinnar fornu Hringeyjamenningar. Eyjan var mikilvæg uppspretta smergils, steintegundar sem inniheldur náttúrulegt kórund sem var eitt mikilvægasta slípiefnið fram á 20. öld.

Höfuðstaður Naxos er Naxosborg, bær með yfir 6000 íbúa. Íbúar eyjarinnar eru um 19.000.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.