Evbea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Evbea (eða Evía (síðarnefnda nafnið vegna framburðar nafnsins á nýgrísku)) (gríska: Εύβοια) er grísk eyja og stærsta eyjan í Eyjahafi og næst stærsta eyja Grikklands á eftir Krít. Evbea er ein af Nyrðri-Sporadeseyjum og tengist meginlandi Grikklands (það er að segja Böótíu) með brú við Kalkis þar sem Evrípos-sund er þrengst. Evbea er fjöllótt inn til landsins en flatlend og frjósöm með ströndinni. Á eyjunni geysuðu miklir skógareldar árið 2007 og 2021.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.