Listi yfir þjóðtungur Indlands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Á Indlandi er talaður mikill fjöldi ólíkra tungumála. Yfirleitt er talað um þrjátíu aðskilin tungumál og 2000 mállýskur. Stjórnarskrá Indlands nefnir hindí og ensku sem opinber tungumál fyrir þjóðstjórnina. Auk þeirra eru 22 viðurkenndar þjóðtungur sem ríkin mega taka upp með opinberum hætti til einhverra nota, og einnig nota í samskiptum milli miðstjórnarinnar og stjórna einstakra ríkja og fyrir próf í opinberri þjónustu.

Ætlunin var að enskan hætti að vera opinbert tungumál árið 1965. Eftir það átti hún að hafa stöðu sem „aukalegt opinbert tungumál“ (með sömu stöðu og hindí) þar til réttkjörin nefnd myndi taka ákvörðun um algera færslu yfir til hindí. En vegna mótmæla frá ýmsum ríkjum, svo sem Tamíl Nadú þar sem útbreiðsla hindí er mjög takmörkuð, er tvítyngisástandið enn viðvarandi. Í kjölfarið á hraðri iðnvæðingu landsins og sterkum fjölmenningarlegum áhrifum á efnahagslífið hefur enskan haldið stöðu sinni sem vinsæl og virk samskiptaleið innan stjórnarinnar og í viðskiptalífinu. Allar hugmyndir um að losna við hana hafa verið lagðar á hilluna.

Opinbert tungumál (landstjórnin)[breyta | breyta frumkóða]

Viðurkenndar þjóðtungur (tungumál sem má nota í opinberum tilgangi)[breyta | breyta frumkóða]

Önnur algeng tungumál á Indlandi[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.