Fara í innihald

Laura Loomer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laura Loomer (2024)

Laura Loomer (fædd 21. maí 1993) er bandarískur hægriöfgamaður og samsæriskenningasmiður.[1][2] Hún er aðhyllist yfirburði hvíta kynstofnsins og hefur lýst sér sem „stoltum íslamófóba“.

Loomer hefur verið áberandi stuðningsmaður Donald Trump og í aðdraganda forsetakosninganna 2024 hefur Trump sjálfur boðið henni að fylgja honum á ýmsa viðburði. Aðrir stuðningsmenn Trump hafa lýst yfir áhyggjum af því hversu gott aðgengi Loomer hefur að forsetanum fyrrverandi.[2] Sú umræða komst í hámæli eftir minningarathöfn sem haldin var í New York um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 þar sem Loomer var viðstödd sem gestur í boði Trump.[3]

  1. Pengelly, Martin (14. ágúst 2023). „Trump praises 'terrific' white supremacist conspiracy theorist“. The Guardian (enska).
  2. 2,0 2,1 „Trump's embrace of far-right activist Laura Loomer worries his allies“. NBC News (enska). 14. janúar 2024.
  3. „Laura Loomer: Who is conspiracy theorist travelling with Trump?“. BBC News (enska). 13. september 2024.
  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.