Lageröl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljós export-lager frá München.

Lageröl, lagerbjór eða bara lager (úr þýsku Lagergeymsla“) er fremur ljós bjór sem gerjaður er með lagergeri í kulda („undirgerjaður bjór“). Lageröl er langvinsælsti bjórstíllinn, og er hann drukkinn í meira magni en aðrir stílar hvarvetna. Vinsældir sínar á lageröl meðal annars að þakka aðferð við samfellda gerjun sem nýsjálendingurinn Morton W. Coutts fann upp árið 1953, og sem gerði framleiðslutíma lageröls sambærilegan við framleiðslutíma hefðbundins öls. Helstu afbrigði lageröls eru pilsner, Dortmunder Export og marsbjór (Märzen).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.