Fara í innihald

Brúnöl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Newcastle Brown Ale er hefðbundið norðurenskt brúnöl

Brúnöl (enska: brown ale) er léttur rauðgullinn eða brúnn bjór sem er upprunninn á Englandi. Heitið er núna notað yfir ólíkar tegundir bjóra sem eiga það sameiginlegt að vera fremur léttir (með litla fyllingu) og hæfilega maltaðir með hnetukeim, en geta annars verið af ýmsum styrkleika, missætir og misbeiskir. Brúnt öl á sér langa sögu en það vék fyrir ljósari tegundum þegar ljóst malt kom fram á sjónarsviðið um 1800. Við lok 19. aldar var stíllinn endurvakinn og farið var að nota heitið brown ale í upphafi 20. aldar. Brúnöl skiptist í norðurensk afbrigði á borð við Newcastle Brown Ale sem eru sterkari og ljósari en suðurensk afbrigði á borð við Manns Original Brown Ale. Bandarískt brúnöl er oft bæði sterkara og beiskara en breskt brúnöl. Milt öl er skyldur stíll með minna áfengisinnihald sem oft er kallað brown ale þegar það er selt á flöskum.