Hveitibjór

Hveitibjór er yfirleitt ljós bjór sem er bruggaður með talsverðu magni af hveiti ásamt meltu byggi. Hveitibjór er yfirleitt yfirgerjað öl. Til eru margar mjög ólíkar tegundir af hveitibjór í heiminum. Þekktustu hveitibjórarnir eru frá Þýskalandi og Belgíu: Weißbier, Berliner weiße og Witbier, og einnig eru til smærri hveitbjórs tegundir sem eru minna þekktar eins og: gose og lambic. Berliner weiße er gerjaður bæði með hefðbundnu ölgeri og mjólkursýrugerlum sem gefa honum eilítið súrt bragð.