Rúgbjór
Útlit
Rúgbjór eða rúgöl er bjór sem gerður er úr meltum rúgi að hluta en meltu byggi eða öðru korni að hluta. Þessi bjór er upprunninn í Bæjaralandi þar sem hann var gerjaður með sama geri og hveitibjór. Rúgbjór er venjulega um 5% að styrkleika og dökkbrúnn á lit en getur verið miklu léttari og ljósari (t.d. kvass og sahti).
Dæmi um rúgbjór eru roggenbier og rauchroggen (Þýskaland), sahti (Finnland), kvass (Mið- og Austur-Evrópa).