Rúgbjór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarískt ljósöl gert með rúgi.

Rúgbjór eða rúgöl er bjór sem gerður er úr meltum rúgi að hluta en meltu byggi eða öðru korni að hluta. Þessi bjór er upprunninn í Bæjaralandi þar sem hann var gerjaður með sama geri og hveitibjór. Rúgbjór er venjulega um 5% að styrkleika og dökkbrúnn á lit en getur verið miklu léttari og ljósari (t.d. kvass og sahti).

Dæmi um rúgbjór eru roggenbier og rauchroggen (Þýskaland), sahti (Finnland), kvass (Mið- og Austur-Evrópa).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.