Fara í innihald

Lögmál velferðarhagfræðinnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögmál velferðarhagfræðinnar eða setningar velferðarhagfræðinnar eru meðal áhrifamestu kenninga rekstrarhagfræðinnar.

Fyrsta lögmálið segir að úthlutun hagkerfis í markaðsjafnvægi sé Pareto-hagkvæm, í þeim skilningi að enginn aðili hagnast á frekari vöruskiptum án þess að annar tapi á móti. Forsendur þess eru[1]

  1. Skynsemur smekkur (e. rational preferences): valröðun allra aðila er endanleg og samkvæm. Með endanleika (e. completeness) er átt er við að aðili getur valið milli allra kosta: hann vill A fram yfir B, B fram yfir A, eða bæði þ.e. hann er afskiptalaus. Með samkvæmni (e. transitivity) er átt við að ef aðili velur A fram yfir B og B fram yfir C, velur hann A fram yfir C.
  2. Fullur markaður (e. complete markets eða Arrow-Debreu markaður): allar vörur eru einsleitar með verð við allar kringumstæður. Aðgangshömlur eru engar og viðskiptakostnaður er enginn.
  3. Fullkomnar upplýsingar (e. perfect information): allir aðilar vita allt um verð allra vara og hagnað allra um neyslu á öllum vörum.
  4. Fullkomin samkeppni (e. perfect competition): engar vörur valda ytri áhrifum við neyslu og enginn aðili hefur áhrif á markaðsverð neinna vara, þ.e. ekkert markaðsvald sem veldur einokun eða fákeppni.

Fyrsta lögmál velferðarhagfræðinnar er stundum talið vera staðfesting á ósýnílegu hönd Adams Smith úr stórverki hans Auðlegð þjóðanna, þ.e. að samkeppnismarkaður tryggi hagkvæma úthlutun auðlinda. Pareto-hagkvæm úthlutun markaðsins kann ekki að vera æskileg og fer eftir upphafsúthlutun auðlinda í hagkerfinu. Til dæmis er úthlutun þar sem einn aðili fær allt og hinir ekkert alltaf Pareto-hagkvæm.[2] Langflestar rannsóknir í rekstrarhagfræði takast á við aðstæður sem upp koma þegar forsendur fyrsta lögmálsins ganga ekki upp, þ.e. markaðsbresti.

Annað lögmálið segir að hvaða Pareto-hagkvæm úthlutun sem er samsvari markaðsúthlutun frá einhverri upphafsúthlutun. Í því felst að hægt er að komast að öllum Pareto-hagkvæmum úthlutunum í markaðsjafnvægi með endurdreifingu auðlinda í upphafi. Hins vegar eru dreifingaraðferðir sem koma í veg fyrir slæmum hagrænum hvötum (t.d. eingreiðslur) ekki alltaf til staðar og þess vegna er oft talað um togstreitu milli jafnaðar og hagkvæmni.[3]

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mas-Colell, Andreu; Whinston, Michael D.; Green, Jerry R. (1995). Microeconomic theory. New York, NY: Oxford Univ. Press. ISBN 978-0-19-507340-9.
  2. Stiglitz, Joseph E. (1994), Whither Socialism?, MIT Press, ISBN 978-0-262-69182-6
  3. Mas-Colell, Andreu; Whinston, Michael D.; Green, Jerry R. (1995). Microeconomic theory. New York, NY: Oxford Univ. Press. ISBN 978-0-19-507340-9.