Fara í innihald

Kynsjúkdómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kynsjúkdómar)

Kynsjúkdómur er sjúkdómur sem smitast aðallega við kynmök. Sumir kynsjúkdómar geta smitast við fæðingu, brjóstagjöf, og lyfjaneyslu í æð.

Algengir kynsjúkdómar

[breyta | breyta frumkóða]

Klamydía er kynsjúkdómur sem smitast með bakteríunni Chlamydia trachomatis. Hún smitast í slímhúðir og getur þá sýkt kynfæri, þvagrás, endaþarm, augu, og háls. Einkenni sýkingar eru sársauki við þvaglát, útferð (hvítleitur gröftur) úr typpi eða píku, og blæðing úr píku. Margir sýna þó engin einkenni. Sýkingin getur valdið bólgu í grindarholi og þess vegna valdið ófrjósemi hjá konum. Með notkun smokksins má koma í veg fyrir smit. Smit má meðhöndla með sýklalyfjum. Hvert ár greinast meira en 2.200 Íslendingar af klamydíu, sem er langhæsta tíðni í Evrópu.[1][2][3]

Kynfæraáblástur (herpes)

[breyta | breyta frumkóða]

Áblástur (herpes) er veirusýking af völdum Herpes simplex. Til eru tvær gerðir: Gerð 1 sýkir oftar munn, og kallast þá frunsa, en gerð 2 sýkir oftar kynfæri. Báðar gerðir af herpes geta þó auðveldlega sýkt bæði munn og kynfæri. Margir fá ekki einkenni vegna herpes, sumir fá aðeins mild einkenni. Einkenni koma vanalega fram 2 til 20 dögum eftir sýkingu og vara í tvær til fjórar vikur. Þeir sem fá einkenni fá litlar vökvafylltar blöðrur á húð. Einkennunum geta fyllt höfuðverkur, kláði á útbrotsstað, sársauki við þvaglát, eða einkenni lík flensu.

Hægt er að smitast af herpes með kossum, samförum, munnmökum, eða annars konar snertingu slímhúðar við útbrotin. Sýkingin liggur í dvala á milli þess sem hún blossar upp að nýju. Fyrsta kastið er oft það versta, seinni köst eru oft mildari. Ekki er til lækning við herpes, en til eru lyfjameðferðir til að draga úr einkennum.

Margir smitast af áblæstri á munn sem börn. Í Bandaríkjunum eru um 50% með munnáblásturs-sýkingu, og um 12% með kynfæraáblásturs-sýkingu. Með smokkanotkun má draga úr hættu á smiti.

Lekandi (gonorrhea)

[breyta | breyta frumkóða]

Lekandi orsakast af bakteríusýkingu, líkt og klamydía, og veldur svipuðum einkennum og klamydía. Flestar sýkingar má læknar með sýklalyfjum, en komnir eru á kreik ónæmir stofnar lekanda. Með smokkanotkun má koma í veg fyrir smit. Hvert ár greinast um 100 með lekanda á Íslandi og hefur tíðni aukist síðustu ár.[3]

Sárasótt (syphilis)

[breyta | breyta frumkóða]

Sárasótt er bakteríusýking sem veldur margs kyns kvillum og getur í slæmum tilfellum dregið fólk til dauða. Líkt og nafnið gefur til kynna koma einkenni fram sem sár á þvagrásinni, munni, og endaþarmi. Hvert ár greinast um 40 með sárasótt á Íslandi og hefur tíðni aukist síðustu ár.[3]

Kynfæravörtur

[breyta | breyta frumkóða]

Til eru yfir 40 gerðir af veirunni human papillomavirus (HPV) og eru einungis örfáar af þeim sem valda kynfæravörtum. Einkenni kynfæravarta koma ekki endilega strax fram. Vörtur smitast með snertingu kynfæra eða við munnmök. Hægt er að smitast þó að bólfélagi sýni ekki einkenni.

HIV (human immunodeficiency virus, stundum kölluð eyðniveira) er veira sem ræðst á ónæmiskerfi líkamans. HIV getur smitast með blóði, sæði, leggangavökva og brjóstamjólk. Einkenni eru mjög lengi að koma fram. Tæpum 2 mánuðum eftir smit fá margir höfuðverk og hita, en næstu einkenni eftir það koma ekki fram fyrr en mörgum árum síðar. Þá hefur veiran veikt ónæmiskerfið verulega og fólk fær ýmsar tækifærissýkingar. Þá kallast sjúkdómurinn alnæmi.

Ekki er hægt að greina sýkingu fyrr en 2 mánuðum eftir smit. Lækning við HIV er ekki til, en hægt er að halda sýkingunni algerlega í skefjum með nýjum lyfjum. Með réttri lyfjameðferð er einstaklingur ekki smitandi.

Í lok árs 2016 höfðu samtals 361 greinst með HIV á Íslandi, 257 karlar og 104 konur. Af þeim höfðu 73 greinst með alnæmi og 39 látist af völdum HIV.[4] Árlega greinast undir 30 einstaklingar með HIV á Íslandi.[3]

Í eftirfarandi töflu má sjá möguleg kynsjúkdómasmit, upplistaðar eftir kynferðislegri athöfn.[5][6][7][8][9][10][11][12][13][14][15][16][17][18][19][20][21][22][19][23][24] Þó að smitlíkur geti virst litlar fyrir hvert skipti, þá verða líkurnar fljótt tiltölulega háar eftir endurtekin skipti með sýktri manneskju.

Líkur á smiti fyrir hvert skipti með smitaðri manneskju
Hætta á smiti Smit er ólíklegt, en þó mögulegt
Munnmök við karlmann
  • Klamydía í háls[5]
  • Lekandi í háls[5] (25–30%)
  • Kynfæraáblástur / herpes (sjaldgæft)
  • HPV[6]
  • Sárasótt[5] (1%)[7]
  • Lifrarbólga B (litlar líkur)[8]
  • HIV (0.01%)[9]
  • Lifrarbólga C (líkur óvissar)
Munnmök við konu
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HPV[6]
  • Klamydía í háls[5]
  • Lekandi í h´[5]
Að fá munnmök
sem karlmaður
  • Klamydía
  • Lekandi[5]
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • Sárasótt[5] (1%)[7]
  • HPV / kynfæravörtur
Að fá munnmök
sem kona
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HPV / kynfæravörtur
  • Bakteríusýking í leggöngum[5]
  • Lekandi[5]
Leggangasamfarir – Karlmaður
sem hefur samfarir við konu
  • Klamydía (30–50%)[8]
  • Lús
  • Kláðamaur
  • Lekandi (22%)[10]
  • Lifrarbólga B
  • Kynfæraáblástur / herpes (0.07% for HSV-2)[11]
  • HIV (0.05%)[9][11]
  • HPV / kynfæravörtur (high: around 40-50%)[12]
  • Sýking af völdum Mycoplasma[18][19][20][21][25]
  • Sýking af völdum Mycoplasma í kynfæri[26][27][28]
  • Sárasótt
  • Sýking með frumdýrinu Trichomonas
  • Sýking með bakteríunni Ureaplasma'[23][24][25]
  • Lifrarbólga C
Leggangasamfarir – Kona
sem hefur samfarir við karl
  • Klamydía (30–50%)[8]
  • Lús
  • Kláðamaur
  • Lekandi (47%)[13]
  • Lifrarbólga B (50–70%)
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HIV (0.1%)[9]
  • HPV / kynfæravörtur (high;[8] around 40-50%)[12]
  • Sýking af völdum Mycoplasma[18][19][25]
  • Sárasótt
  • Sýking með frumdýrinu Trichomonas
  • Sýking með bakteríunni Ureaplasma[23][24][25]
  • Lifrarbólga C
Endaþarmsmök –
Einstaklingur sem setur
lim sinn inn í annan
  • Klamydía
  • Lús
  • Kláðamaur (40%)
  • Lekandi
  • Lifrarbólga B
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HIV (0.62%)[15]
  • HPV / kynfæravörtur
  • Sárasótt (14%)[7]
  • Lifrarbólga C
Endaþarmsmök –
Einstaklingur sem tekur á móti
lim frá öðrum
  • Klamydía
  • Lús
  • Kláðamaur
  • Lekandi
  • Lifrarbólga B
  • Kynfæraáblástur / herpes
  • HIV (1.7%)[15]
  • HPV / kynfæravörtur
  • Sárasótt (1.4%)[7]
  • Lifrarbólga C
Munnmök við
endaþarm
  • Amöbusýking
  • Niðurgangur af völdum Cryptosporidium (1%)
  • Sýking og niðurgangur af völdum Giardia lamblia[29]
  • Lifrarbólga A[30](1%)
  • Niðurgangur og hiti af völdum Shigella[31] (1%)
  • HPV / kynfæravörtur (1%)

Kynsjúkdómatékk

[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem margir fá ekki skýr einkenni þrátt fyrir að vera smitaðir af kynsjúkdómi er mælt með að ákveðnir aldurshópar og aðrir áhættuhópar fari í reglulega skimun fyrir kynsjúkdómum. Mælt er með að ungt kynferðislega virkt fólk fari í skimun árlega fyrir klamydíu og lekanda.

Á Íslandi er hægt að fara í kynsjúkdómatékk á göngudeild húð- og kynsjúkdóma við Landspítalann í Fossvogi eða hjá heimilislækni.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Klamydía Geymt 31 ágúst 2017 í Wayback Machine. Embætti landlæknis.
  2. Chlamydia - Annual Epidemiological Report for 2015 Geymt 23 október 2018 í Wayback Machine. European Centre for Disease Prevention and Control.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Tilkynningarskyldir sjúkdómar 2010-2017. Geymt 29 október 2018 í Wayback Machine Embætti landlæknis.
  4. Tölulegar upplýsingar um HIV og alnæmi á Íslandi til 2016. Geymt 8 apríl 2022 í Wayback Machine Embætti landlæknis, 2016.
  5. 5,00 5,01 5,02 5,03 5,04 5,05 5,06 5,07 5,08 5,09 Edwards, S; Carne, C (1998). „Oral sex and transmission of non-viral STIs“. Sexually Transmitted Infections. 74 (2): 95–100. doi:10.1136/sti.74.2.95. PMC 1758102. PMID 9634339.
  6. 6,0 6,1 6,2 Maura Gillisons (2007). „HPV Infection Linked to Throat Cancers“. Johns Hopkins Medicine. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. september 2013.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 Hoare A (2010). models of HIV epidemics in Australia and Southeast Asia Geymt 19 apríl 2012 í Wayback Machine
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 Australasian contact tracing manual. Specific infections where contact tracing is generally recommended Geymt 1 mars 2011 í Wayback Machine
  9. 9,0 9,1 9,2 9,3 Varghese, Beena; Maher, Julie E; Peterman, Thomas A; Branson, Bernard M; Steketee, Richard W (2002). „Reducing the Risk of Sexual HIV Transmission“. Sexually Transmitted Diseases. 29 (1): 38–43. doi:10.1097/00007435-200201000-00007. PMID 11773877.
  10. 10,0 10,1 Holmes, King K; Johnson, David W; Trostle, Henry J (1970). „An Estimate of the Risk of Men Acquiring Gonorrhea by Sexual Contact with Infected Females1“. American Journal of Epidemiology. 91 (2): 170–4. doi:10.1093/oxfordjournals.aje.a121125. PMID 5416250.
  11. 11,0 11,1 11,2 Mahiane, Séverin-Guy; Legeai, Camille; Taljaard, Dirk; Latouche, Aurélien; Puren, Adrian; Peillon, Aurélie; Bretagnolle, Jean; Lissouba, Pascale; Nguéma, Eugène-Patrice Ndong; Gassiat, Elisabeth; Auvert, Bertran (janúar 2009). „Transmission probabilities of HIV and herpes simplex virus type 2, effect of male circumcision and interaction: a longitudinal study in a township of South Africa“. AIDS. 23 (3): 377–383. doi:10.1097/QAD.0b013e32831c5497. PMC 2831044. PMID 19198042.
  12. 12,0 12,1 12,2 Burchell, Ann N; Richardson, Harriet; Mahmud, Salaheddin M; Trottier, Helen; Tellier, Pierre P; Hanley, James; Coutlée, François; Franco, Eduardo L (2006). „Modeling the Sexual Transmissibility of Human Papillomavirus Infection using Stochastic Computer Simulation and Empirical Data from a Cohort Study of Young Women in Montreal, Canada“. American Journal of Epidemiology. 163 (6): 534–43. doi:10.1093/aje/kwj077. PMID 16421235.
  13. 13,0 13,1 Platt, R; Rice, P. A; McCormack, W. M (1983). „Risk of acquiring gonorrhea and prevalence of abnormal adnexal findings among women recently exposed to gonorrhea“. JAMA. 250 (23): 3205–9. doi:10.1001/jama.250.23.3205. PMID 6417362.
  14. Department of Public Health, City & County of San Francisco (2011).STD Risks Chart Geymt 16 ágúst 2011 í Wayback Machine
  15. 15,0 15,1 15,2 Jin, Fengyi; Jansson, James; Law, Matthew; Prestage, Garrett P; Zablotska, Iryna; Imrie, John CG; Kippax, Susan C; Kaldor, John M; Grulich, Andrew E; Wilson, David P (2010). „Per-contact probability of HIV transmission in homosexual men in Sydney in the era of HAART“. AIDS. 24 (6): 907–13. doi:10.1097/QAD.0b013e3283372d90. PMC 2852627. PMID 20139750.
  16. Bryan C (2011)INFECTIOUS DISEASE CHAPTER EIGHT SEXUALLY TRANSMITTED DISEASES Geymt 24 júní 2014 í Wayback Machine
  17. Richard Pearson (2007). „Pinworm Infection“. Merck Manual Home Health Handbook. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. október 2013.
  18. 18,0 18,1 18,2 Caini, Saverio; Gandini, Sara; Dudas, Maria; Bremer, Viviane; Severi, Ettore; Gherasim, Alin (2014). „Sexually transmitted infections and prostate cancer risk: A systematic review and meta-analysis“. Cancer Epidemiology. 38 (4): 329–38. doi:10.1016/j.canep.2014.06.002. PMID 24986642.
  19. 19,0 19,1 19,2 19,3 Ljubin-Sternak, Sunčanica; Meštrović, Tomislav (2014). „Chlamydia trachomatisand Genital Mycoplasmas: Pathogens with an Impact on Human Reproductive Health“. Journal of Pathogens. 2014: 183167. doi:10.1155/2014/183167. PMC 4295611. PMID 25614838.
  20. 20,0 20,1 Schlicht, M. J; Lovrich, S. D; Sartin, J. S; Karpinsky, P; Callister, S. M; Agger, W. A (2004). „High Prevalence of Genital Mycoplasmas among Sexually Active Young Adults with Urethritis or Cervicitis Symptoms in La Crosse, Wisconsin“. Journal of Clinical Microbiology. 42 (10): 4636–40. doi:10.1128/JCM.42.10.4636-4640.2004. PMC 522307. PMID 15472322.
  21. 21,0 21,1 McIver, C. J; Rismanto, N; Smith, C; Naing, Z. W; Rayner, B; Lusk, M. J; Konecny, P; White, P. A; Rawlinson, W. D (2009). „Multiplex PCR Testing Detection of Higher-than-Expected Rates of Cervical Mycoplasma, Ureaplasma, and Trichomonas and Viral Agent Infections in Sexually Active Australian Women“. Journal of Clinical Microbiology. 47 (5): 1358–63. doi:10.1128/JCM.01873-08. PMC 2681846. PMID 19261782.
  22. Taylor-Robinson, D (1996). „Infections Due to Species of Mycoplasma and Ureaplasma: An Update“. Clinical Infectious Diseases. 23 (4): 671–82, quiz 683–4. doi:10.1093/clinids/23.4.671. JSTOR 4459713. PMID 8909826.
  23. 23,0 23,1 23,2 Clark, Natalie; Tal, Reshef; Sharma, Harsha; Segars, James (2014). „Microbiota and Pelvic Inflammatory Disease“. Seminars in Reproductive Medicine. 32 (1): 43–9. doi:10.1055/s-0033-1361822. PMC 4148456. PMID 24390920.
  24. 24,0 24,1 24,2 Larsen, Bryan; Hwang, Joseph (2010). „Mycoplasma,Ureaplasma, and Adverse Pregnancy Outcomes: A Fresh Look“. Infectious Diseases in Obstetrics and Gynecology. 2010: 1. doi:10.1155/2010/521921. PMC 2913664. PMID 20706675.
  25. 25,0 25,1 25,2 25,3 „Mycoplasma Infections“. WebMD (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júlí 2017. Sótt 29. júní 2017.
  26. „Diseases Characterized by Urethritis and Cervicitis - 2015 STD Treatment Guidelines“. www.cdc.gov. Sótt 8. desember 2017.
  27. Lis, Rebecca; Rowhani-Rahbar, Ali; Manhart, Lisa E (2015). „Mycoplasma genitalium Infection and Female Reproductive Tract Disease: A Meta-analysis“. Clinical Infectious Diseases. 61 (3): 418–26. doi:10.1093/cid/civ312. PMID 25900174.
  28. Wiesenfeld, Harold C; Manhart, Lisa E (2017). „Mycoplasma genitalium in Women: Current Knowledge and Research Priorities for This Recently Emerged Pathogen“. The Journal of Infectious Diseases. 216 (suppl_2): S389–S395. doi:10.1093/infdis/jix198. PMID 28838078.
  29. „Giardia, Epidemiology & Risk Factors“. Center For Disease Control. 13. júlí 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. maí 2015. Sótt 3. júlí 2015.
  30. „Hepatitis A, Division of Viral Hepatitis“. Center For Disease Control. 31. maí 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2015. Sótt 3. júlí 2015.
  31. Shigella Infections among Gay & Bisexual Men“. Center For Disease Control. 23. apríl 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2015. Sótt 3. júlí 2015.