Sárasótt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Sárasótt (syfílis) er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Treponema pallidum. Sárasótt er kynsjúkdómur. Sárasótt (sýfilis) smitar venjulega um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitað um aðrar slímhúðir, s.s. í munnholi og endaþarmi.

Einkennum er deilt í 3 tímabil. Fyrsta tímabilið er að innan 12 vikna eftir smit koma fram sár sem hverfa. Annað tímabilið er að innan 6 mánaða eftir smit koma fram útbrot og þeim fylgja oft einkenni sem líkjast flensu. Ef sjúkdómurinn er ekki meðhöndlaður leggst hann í dvala sem getur varað 20 ár. Þá getur hann brotist fram valdið hjartabilun, lömun og geðveiki og leitt til dauða.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.