Fara í innihald

Krýsippos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Fornaldarheimspeki
Krýsippos
Nafn: Krýsippos
Fæddur: 280 f.Kr.
Látinn: 207 f.Kr.
Skóli/hefð: Stóuspeki
Helstu viðfangsefni: Siðfræði, rökfræði, þekkingarfræði, frumspeki
Áhrifavaldar: Zenon frá Kítíon, Kleanþes
Hafði áhrif á: Alla stóuspeki eftir sinn dag, Karneades, Cicero

Krýsippos frá Soli (forngríska: Χρυσιππος) (280207 f.Kr.) var nemandi Kleanþesar og síðar arftaki hans sem stóíska skólans í heimspeki (232-204 f.Kr.). Hann var einn áhrifamesti hugsuður stóuspekinnar og átti mestan þátt í að gera stóuspekina að vinsælustu heimspekinni bæði í Grikklandi og Róm um aldir.

Krýsippos var afkastamikill rithöfundur. Verk hans munu hafa verið um 700 talsins en ekkert er varðveitt að undanskildum brotum sem síðari tíma höfundar vitna í svo sem Cicero, Seneca og fleiri.

Sagan segir að Krýsippos hafi dáið úr hlátri eftir að hafa séð asna éta fíkjur.

  Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.