Fara í innihald

Kristín Mariella Friðjónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristín Mariella
Fædd
Kristín Mariella Friðjónsdóttir

21. apríl 1989 (1989-04-21) (35 ára)
ÞjóðerniÍslensk
Börn3
Vefsíðahttps://respectfulmom.com/

Kristín Mariella Friðjónsdóttir (f. 21. apríl 1989) er íslenskur áhrifavaldur, kennari og víóluleikari.

Kristín stundaði fiðlu- og víólunám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og fór svo í framhaldsnám í víóluleik við Temple-háskóla (Temple University) í Fíladelfíu í Bandaríkjunum.[1] Kristín lék á víólu fyrir tónlist kvikmyndarinnar Okkar eigin Osló (2011).[2]

Kristín er þó þekktust fyrir fræðslu og blogg um virðingarríkt tengslauppeldi, þá aðallega uppeldisnálgun sem byggir á RIE-hugmyndafræðinni. RIE stendur fyrir Resources for Infant Educators og eru samtök sem stofnuð voru af Mögdu Gerber árið 1978. Kristín heldur úti vefsíðunni RespectfulMom.com ásamt samnefndum Instagram-reikningi.

Árið 2019 gaf Kristín út barnabókina Stundum græt ég/Stundum hlæ ég.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://www.dv.is/fokus/2018/02/20/dagur-i-lifi-kristinar-mariellu/
  2. https://www.kvikmyndavefurinn.is/person/nr/8778
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. september 2022. Sótt 3. september 2022.