Stefanía Guðmundsdóttir
Útlit
Stefanía (Anna) Guðmundsdóttir (29. júní 1876 - 16. janúar 1926) var íslensk leikkona á upphafsárum leiklistar í Reykjavík. Fáar leikkonur nutu jafnmikillar aðdáunar og Stefanía og hún var álitin fremsta leikkona á Íslandi á sínum tíma. Hún lék í fyrsti skiptið 30. janúar 1893 þá aðeins 16 ára gömul.
Dóttir Stefaníu, Anna Borg, varð einnig víðfræg leikkona.