Nkhotakota
Nkhotakota (áður Kota Kota) er bær á ströndu Malaví-vatns í miðhluta Malaví. Áætlaður íbúafjöldi 2008 var 33.150 manns.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Nkhotakota mótaðist í upphafi af nokkrum þorpum á svæðinu en varð svo verslunarstaður fyrir arabíska þrælasala.[1] Landkönnuðurinn David Livingstone sannfærði leiðtogann Jumbe um að hætta þrælasölu af svæðinu, en fyrirkomulagið er enn í gildi. Sátu þeir undir tré einu og ræddu málin. Hastings Banda, fyrsti forseti landsins, fór með ræðu undir öðru tré í bænum á 7. áratugnum. Það tré er í kaldhæðni kallað „Livingstone-tréð“.[2] Árið 2001 voru mikil flóð í landinu og náðu þau einnig til Nkhotakota. Bærinn varð verst úti af svæðunum í miðhluta landsins.[3]
Landafræði
[breyta | breyta frumkóða]Bærinn er í um 472 metra hæð yfir sjávarmáli[4] á ströndu Malavívatns. Hann stendur á malarhrygg og snýr að Nkhotakota-flói sem er úti fyrir ströndinni en hann er afmarkaður af sandrifi.[1]
Næstu bæir eru Makuta, Mbaluko og Mtenje.[4] Auk þess eru um 200 kílómetrar til Lílongve en 378 kílómetrar til Blantyre.[5]
Lýðfræði
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Íbúafjöldi[6] |
---|---|
1987 | 12.163 |
1998 | 19.421 |
2008 | 33.150 |
Tungumál
[breyta | breyta frumkóða]Chichewa er aðaltungumál staðarins.[7] Swahili-nýlenda er einnig í bænum,[8] en einnig eru chewa-mælendur í suðurhluta hans.[9] Tonga-mælendur er að finna í norðurhlutanum.[10]
Atvinna
[breyta | breyta frumkóða]Íbúar bæjarins veiða í Chia-lóni.[2]
Stofnanir
[breyta | breyta frumkóða]Heilsugæsla
[breyta | breyta frumkóða]Í Nkhotakota er sjúkrahús[11] sem hefur reynst vel í baráttunni gegn HIV og eyðni. Samtökin Society for Women Against AIDS in Malawi (SWAM) (ísl. Konur gegn eyðni í Malaví) eru með tveggja ára verkefni í bænum.[12]
Fjármálastofnanir
[breyta | breyta frumkóða]Commercial Bank of Malawi er með útibú við aðalbraut bæjarins sem liggur norður-suður.[2]
Eldsneytisverslun
[breyta | breyta frumkóða]Í Nkhotakota er bensínstöð frá BP.[2]
Samgöngur
[breyta | breyta frumkóða]Í Nkhotakota er ein af aðal höfnunum við Malavívatn.[13] Nálægasti flugvöllur er í Kasungu[4] Langferðabílar gang til Salima í tvær stundir á dag.[14] Þess að auki aka smárútur til Nkhata Bay.[15]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Nkhotakota“. Encyclopaedia Britannica. 2008. Sótt 27. júní 2008.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 Murphy, Alan; Armstrong, Kate; Firestone, Matthew D.; Fitzpatrick, Mary (2007). Lonely Planet Southern Africa: Join the Safari. Lonely Planet. (s. 197)
- ↑ „More Rains, Renewed Problems“. AllAfrica. 21. mars 2001. Sótt 1. júlí 2008.
- ↑ 4,0 4,1 4,2 „Maps, Weather, and Airports for Nkhotakota, Malawi“. FallingRain Genomics. Sótt 27. júní 2008.
- ↑ „Malawi distance table“. Wild Malawi. 2008. Sótt 20. júní 2008.
- ↑ „Malawi: largest cities and towns and statistics of their population“. World Gazetteer. Sótt 27. júní 2008.
- ↑ Baldauf, Richard B.; Kaplan, Robert (2004). Language Planning and Policy in Africa: Botswana, Malawi, Mozambique and South Africa. (s. 85)
- ↑ Baldauf, s. 91.
- ↑ Baldauf, s. 82.
- ↑ Baldauf, s. 84.
- ↑ „Poverty Reduction is Malawi's Priority“. AllAfrica. Sótt 2. júlí 2008.
- ↑ „SWAM in the Fight Against HIV/Aids“. AllAfrica. 7. maí 2007. Sótt 2. júlí 2008.
- ↑ „Malawi: Transportation“. Encyclopaedia Britannica. Sótt 27. júní 2008.
- ↑ Murphy, s. 176.
- ↑ Murphy, s. 191.