902
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 902 (CMII í rómverskum tölum) var annað ár 10. aldar og hófst á föstudegi samkvæmt júlíanska tímatalinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Vor - Aðalbert 2., markgreifi af Toskana, gerir uppreisn gegn Loðvík 3. keisara. Hann hjálpar Berengar 1., sem hafði verið steypt af stóli, að komast aftur til Ítalíu. Loðvík 3. er neyddur til að afsala sér völdum í Langbarðalandi. Hann flýr til Provance og er þvingaður til að lofa að snúa aldrei framar til Ítalíu.
- Febrúar-Mars - Abu Abbas Abdallah, sem hafði lagt undir sig Reggio Calabria, snýr aftur til Sikileyjar og tekur við af föður sínum, Ibrahim 2., sem emír Aghlabid af Ifriqiya.
- Júní - Ibrahim 2. kemur á land við Trapani með leiðangursmönnum sínum og heldur áfram til Palermo. Hann knésetur járnbentan her Býsansríkis við Giardini.
- 1. ágúst - Taormina, síðasta vígi Býsansríkis á Sikiley, fellur í hendur hers Aghlabidveldisins. Þá er öll Sikiley komin í hendur Aghlabidveldisins.
- September - Ibrahim 2. fer yfir Messínasund til Kalabriu. Hann þrammar af stað með her sinn til að ná restinni af Ítalíu og sest um borgina Cosenza.
- 23. október - Ibrahim 2. deyr úr blóðkreppusótt í kapellu í grennd við Cosenza. Barnabarn hans, Ziyadat Allah, tekur við hernum, en léttir umsátrinu.
- Vetur - Cordóbaemíratið nær Baleareyjum. Márar færa landbúnað eyjanna til betri vegar með áveitum.
- Vetur - Norðmenn eru gerðir brottrækir úr Dyflinni. Eftir stutta ránsför í Seisyllwg (Wales), sest hópur víkinga undir stjórn Ingimundar að við Wirral með samþykki lafði Æthelflædar af Mersíu.
- 13. desember - Bardaginn við Holme: Her Engilsaxa bíður ósigur gegn dönskum víkingum undir stjórn Æthelwolds (sonar Æthelreds 1.) við Holme. Æthelwold er drepinn, sem endar uppreisn hans gegn Játvarði eldri konungi.