Knud Rasmussen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knud Johan Victor Rasmussen[1] (fæddur; 7 júní 1879, látinn;– 21 desember 1933) var grænlensk-danskur heimskautakönnuður og mannfræðingur. Hann hefur verið kallaður faðir eskimóafræða (Eskimology)[2] og var fyrsti maðurinn af evrópskum ættum til að "norðvesturleiðina" Northwest Passage á hundasleða.[3] Hann er enn vel þekktur í Grænlandi, Danmörku og meðal kanadískra Inúíta.[4]

Heimili Rasmussen fjölskyldunnar í Ilulissat

Knútur Rasmussen fæddist í Ilulissat í Grænlandi, sonur dansks trúboða, séra Christian Rasmussen og Lovise Rasmussen (née Fleischer) sem var hálf dönsk. Þau eignuðust einnig tvö önnur börn. Móðir Lovísu, ekkjan Itaraluk var einnig til heimilis hjá þeim.

Fyrstu ár "Kunuunnguaq" eins og Knud var kallaður þar, var meðal Grænlendinga þar sem hann lærði grænlensku, veiði og að stjórna hundasleða.[5] Hnn náði þó aldrei góðum tökum á kajak.

Þegar faðir hans hafði verið 20 ár í Grænlandi, þurfti hann að flytja til Danmerkur vegna heilsubrests. Var Kunuunnguaq þá búinn að vera 5 ár í skóla í Lynge í Allerød, Danmörku.

Milli 1898 og 1900 reyndi hann árangurslaust fyrir sér sem leikari og óperusöngvari.[4][6]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Knud fór sem fréttamaður fyrir Kristeligt Dagblad til Íslands árið 1900 og kynntist þar Ludvig Mylius-Erichsen.

Rasmussen 1924, til vinstri (með Arnalulunguak & Meetek)

Knud fór í sínn fyrsta Grænlandsleiðangur 1902–1904, þekktur sem The Danish Literary Expedition, ásamt Jørgen Brønlund, Harald Moltke og Ludvig Mylius-Erichsen, til að rannsaka menningu Inúíta. Við heimkomu fór hann í fyrirlestraferð og ritaði ferðasöguna The People of the Polar North (1908), en hún var einnig fræðileg úttekt á þjóðtrú Inúíta. 1908 giftist hann Dagmar Andersen.

1910 settu Knútur og vinur hans Peter Freuchen á stofn "the Thule Trading Station" við Qaanaaq í norður Grænlandi.[4][7] Nafnið Thule var valið vegna þess að þetta var nyrsti verslunarstaður í heimi. Thule Trading Station varð síðar heimastöð fyrir sjö rannsóknarleiðangra, þekkta sem Thule Expeditions, milli 1912 og 1933.

Knud veiktist í síðasta leiðangrinum og lést fáum vikum síðar, einungis 54 ára gamall. Þó hafði hann náð að aðstoða við myndina Palos brudefærd, en hann hafði gert handritið. Myndinni var leikstýrt af Friedrich Dalsheim og var lokið 1934[8][9]

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

 • Nye mennesker (1905). Teikningar eftir Harald Moltke
 • Under Nordenvindens Svøbe (1906)
 • Lapland (1907). Teikningar eftir Alexander Langlet og Harald Moltke
 • Min Rejsedagbog – Skildringer fra den 1. Thule-ekspedition (1915)
 • Foran dagens øje – Liv i Grønland (1915)
 • Grønland langs Polhavet. Udforskningen af Grønland fra Melvillebugten til Kap Morris Jessup. Skildringer fra den 2. Thule-ekspedition, 1916-18 (1919)
 • Myter og Sagn fra Grønland 1-3. 1: Østgrønlændere (1921). 2: Vestgrønland (1924). 3: Kap York-distriktet og Nordgrønland (1925)
 • Fra Grønland til Stillehavet. Rejser og mennesker fra 5. Thule-ekspedition, 1921-24 (1925)
 • Festens gaver. Eskimoiske Alaska eventyr (1929). Með teikningar eftir Ernst Hansen
 • Report of the fifth Thule expedition 1921-24. The danish expedition to Arctic North America in charge of Knud Rasmussen. Vol VII-IX. (1929-32)
 • Snehyttens sange (1930)
 • Den store slæderejse (1932)

Á ensku[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Rasmussen, Knud | Inuit Literatures ᐃᓄᐃᑦ ᐊᓪᓚᒍᓯᖏᑦ Littératures inuites“. inuit.uqam.ca. Sótt 28. maí 2021.
 2. Jean Malaurie, 1982.
 3. Alley, Sam. „Knud Johan Victor Rasmussen“. Mankato: Minnesota State University. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. október 2010. Sótt 23. nóvember 2015.
 4. 4,0 4,1 4,2 Elizabeth Cruwys, 2003.
 5. Knud Rasmussen, 1927, Across Arctic America, Introduction.
 6. „Life and history“. ilumus.gl. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2008. Sótt 6. janúar 2008.
 7. Freuchen, Dagmar (1960). Peter Freuchen's Adventures in the Arctic. New York: Messner. bls. 21.
 8. „Palos Brudefærd“ (danska). Det Danske Filminstitut. Sótt 11. ágúst 2020.
 9. MacKenzie, Scott; Anna, Westerståhl Stenport (2015), 'From Objects to Actors: Knud Rasmussen's Ethnographical Feature Film The Wedding of Palo' by Ebbe Volquardsen“, Films on Ice: Cinemas of the Arctic, Edinburgh: Edinburgh University Press, bls. 217–223, ISBN 9780748694174
 10. Greenland by the Polar Sea; the story of the Thule expedition from Melville bay to Cape Morris Jesup - WorldCat

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

 • Bown, Stephen R. White Eskimo: Knud Rasmussen's Fearless Journey into the Heart of the Arctic (Da Capo, 2015). xxvi, 341 pp.
 • Cruwys, Elizabeth (2003). "Rasmussen, Knud (1879–1933)", in Literature of Travel and Exploration: An Encyclopedia, volume 3. ISBN 1-57958-247-8
 • Malaurie, Jean (1982). The Last Kings of Thule: With the Polar Eskimos, as They Face Their Destiny, trans. Adrienne Folk.
 • Markham, Clements R. (1921). The Lands of Silence: A History of Arctic and Antarctic Exploration. Cambridge University Press.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]