Knattspyrnusamband Eyjaálfu
Skammstöfun | OFC |
---|---|
Einkennisorð | An ocean of solidarity |
Stofnun | 15. nóvember 1966 |
Gerð | Íþróttasamtök |
Höfuðstöðvar | Auckland, Nýja Sjáland |
Markaðsvæði | Eyjaálfa |
Forstöðumaður | David Chung |
Móðurfélag | Alþjóðaknattspyrnusambandið |
Vefsíða | oceaniafootball.com |
Knattspyrnusamband Eyjaálfu (skammstöfun: OFC) er yfirumsjónaraðili Knattspyrnu í Eyjaálfu. Aðildarfélög sambandsins eru Papúa Nýja-Gínea, Nýja Sjáland og eyríki á borð við Tonga og Fídjieyjar.
Af sex aðildarfélögum FIFA er OFC það minnsta og fótbolti er ekki á meðal vinsælustu íþrótta ríkjanna. Eftir brotthvarf Ástralíu í Knattspyrnusamband Asíu varð Nýja Sjáland stærsta aðildarfélag sambandsins. Brotthvarfið gerði einnig það að verkum að eina atvinnudeild sambandsins hvarf.
Sambandið var stofnað 1966. Stofnfélagar voru knattspyrnusambönd Ástralíu, Nýja Sjálands og Filippseyja. Sama ár var sambandið staðfest af FIFA sem fullgildur meðlimur og fékk sæti í stjórn FIFA. Í maí 2004 varð Nýja-Kaledónía tólfti meðlimur sambandsins. 1. janúar 2006 varð Ástralía meðlimur knattspyrnusambands Asíu og á næstu árum sóttu Norður-Marínaeyjar og Palá um sem áheyrnarfulltrúar knattspyrnusambands Asíu.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Oceania Football Confederation“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. júní 2011.