„Tryggvi Þór Herbertsson“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 72: Lína 72:


Tryggvi er giftur Sigurveigu Maríu Ingvadóttur og á fjögur börn: Mist, Halldór Reyni, Veigar og Önnu Ragnheiði.
Tryggvi er giftur Sigurveigu Maríu Ingvadóttur og á fjögur börn: Mist, Halldór Reyni, Veigar og Önnu Ragnheiði.

== Tryggvi Þór í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar ==
* Einkahlutafélagið [[Varnagli ehf]]. í eigu Tryggva Þórs fékk 150 milljóna kúlulán frá fjárfestingabankanum Askar Capital til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum árið 2007. Tryggvi Þór seldi síðan einkahlutafélagið til Askar þegar hann hætti hjá bankanum í fyrrasumar og skildi skuldirnar eftir inni í félaginu. <ref>[http://www.dv.is/frettir/2010/4/19/veist-ad-tryggva-thor/ Veist að Tryggva Þór; grein af Dv.is 19. apríl 2010]</ref>
* „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er. “ Orð Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóri, við Tryggva Þór, þáverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra Geir H. Haarde, ef hann styddi ekki tillögur Davíðs um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni.


== Tilvísanir ==
== Tilvísanir ==

Útgáfa síðunnar 19. apríl 2010 kl. 14:14

Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH)
Fæðingardagur: 17. janúar 1963 (1963-01-17) (61 árs)
Fæðingarstaður: Neskaupstaður
9. þingmaður Norðausturkjördæmis
Flokkur: Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn
Nefndir: Efnahags- og skattanefnd og iðnaðarnefnd
Þingsetutímabil
2009- í Norðaust. fyrir Sjálfstfl.
= stjórnarsinni
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Tryggvi Þór Herbertsson (f. 17. janúar 1963) er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og professor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Tryggvi er menntaður þjóðhagfræðingur með doktorsgráðu frá háskólanum í Árósum, með M.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að vera iðnrekstrarfræðingur frá Tækniháskóla Íslands.

Tryggvi Þór var forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands í ellefu ár, var lektor, dósent og síðast prófessor við sama skóla tímabilið 1996 til 2006. Hann skipaði annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar 2009. [1] Hann ákvað í framhaldi af því að gefa upp fjárhagsleg tengsl sín á heimasíðu sinni og skoraði á aðra stjórnmálamenn að gera slíkt hið sama. [2]

Tryggvi var hljóðmaður á yngri árum t.d. hjá hljómsveitinni Greifunum [3] og Bubba Mortens um leið og hann var eigandi Stúdíó Mjatar á árunum 1981-1986. Hann starfaði síðar sem fréttaklippari hjá Stöð 2 á árunum 1986-1989. Sumarstörf hans voru hjá Iðntæknistofnun og fjármálaráðuneytinu árið 1991.

Hann varð forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands árið 1995. Árið 2005 lauk hann skýrslu um orsakir og afleiðingar fjölgunar öryrkja á Íslandi fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Íslands.[4] Um sama leyti réðu íslensku olíufélögin hann ásamt Jóni Þór Sturlusyni til þess að veita andsvar vegna niðurstaðna Samkeppniseftirlitsins um samráð olíufélaganna.

Árið 2006 kannaði hann sem forstöðumaður hennar fjármálastöðugleikann á Íslandi ásamt Frederic Mishkin, prófessor við Columbíu-háskóla sem síðar sama ár varð einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna. Skýrsla þeirra varð síðar mjög umdeild, þar sem niðurstaða hennar var sú að raunhagkerfið á Íslandi væri traust sem margir túlkuð sem heilbrigðisvottorð fyrir fjármálakerfið. [5] Margir héldu því fram að hruni að þessi skýrsla hefði átt þátt í að afstýra að fjármálakreppan hæfist á Íslandi árið 2006. [6] Sama ár varð hann forstjóri fjárfestingarbankans Askar Capital og var það frá stofnun hans til júlí 2008 þegar hann tók við stöðu sérstaks efnahagsráðgjafa Geirs Haarde forsætisráðherra. [7]

Tryggvi Þór var fimmti efnahagsráðgjafi ráðuneytisins frá upphafi. [8] Tryggvi gegndi því starfi allt þar til hann sagði af sér seinnipart október 2008, en afsögnin kom í kjölfar þess að Tryggvi hafði verið mótfallinn yfirtöku ríkisins á Glitni. [9] Frá áramótum 2008-2009 hefur hann verið prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Tryggvi hefur verið ráðgjafi fyrirtækja, stofnana alþjóðastofnana og stjórnvalda í ýmsum löndum allt frá 1992.

Tryggvi er giftur Sigurveigu Maríu Ingvadóttur og á fjögur börn: Mist, Halldór Reyni, Veigar og Önnu Ragnheiði.

Tryggvi Þór í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar

  • Einkahlutafélagið Varnagli ehf. í eigu Tryggva Þórs fékk 150 milljóna kúlulán frá fjárfestingabankanum Askar Capital til að kaupa hlutabréf í bankanum sjálfum árið 2007. Tryggvi Þór seldi síðan einkahlutafélagið til Askar þegar hann hætti hjá bankanum í fyrrasumar og skildi skuldirnar eftir inni í félaginu. [10]
  • „Þarna situr forsætisráðherra frammi og skelfur eins og lauf í vindi og getur ekki tekið ákvörðun. Hann hlustar á þig og þú ert að grafa undan þessu. Ef þetta gengur ekki fram mun ég persónulega sjá til þess að þér verði ólíft á Íslandi það sem eftir er. “ Orð Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóri, við Tryggva Þór, þáverandi efnahagsráðgjafa forsætisráðherra Geir H. Haarde, ef hann styddi ekki tillögur Davíðs um yfirtöku ríkisins á 75 prósenta hlut í Glitni.

Tilvísanir

  1. Tryggvi Þór Herbertsson í framboð; af Eyjunni.is
  2. Skorar á aðra frambjóðendur; grein í Fréttablaðinu 2009
  3. Bjargar hann Geir eins og Greifunum; grein í Fréttablaðinu 2008
  4. Skýrsla um fjölgun öryrkja – orsakir og afleiðingar (pdf)
  5. Toppfræðingur gefur góða einkunn; grein í Fréttablaðinu 2006
  6. Að tapa orrustum og vinna stríð; grein í Fréttablaðinu 2008
  7. Peningaskápurinn; grein í Fréttablaðinu 2008
  8. Sautján ár frá síðasta efnahagsráðgjafa; grein í 24 stundum 2008
  9. Var andvígur yfirtöku Glitnis; grein í Fréttablaðinu 2009
  10. Veist að Tryggva Þór; grein af Dv.is 19. apríl 2010

Tenglar


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.