„Snæfellsnes“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Xqbot (spjall | framlög)
m robot Breyti: ru:Снайфедльснес; kosmetiske ændringer
Luckas-bot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (robot Bæti við: zh:斯奈山半岛
Lína 32: Lína 32:
[[ru:Снайфедльснес]]
[[ru:Снайфедльснес]]
[[sv:Snæfellsnes]]
[[sv:Snæfellsnes]]
[[zh:斯奈山半岛]]

Útgáfa síðunnar 6. desember 2011 kl. 02:10

Snæfellsnes
Foss við Kálfárvelli á Snæfellsnesi

Snæfellsnes er langt nes á Vesturlandi á milli Faxaflóa að sunnan og Breiðafjarðar að norðan. Fjallgarður liggur eftir nesinu endilöngu en hæsta fjallið á nesinu er Snæfellsjökull (1446 m) sem er eldkeila. Snæfellsjökull er frægur fyrir meinta dulræna krafta sem í honum eru sagðir búa og fyrir að vera upphafsstaður ævintýra söguhetjanna í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne.

Byggð er nokkur meðfram ströndum nessins og nokkrir þéttbýliskjarnar á norðurströnd þess, þeir eru Stykkishólmur, Grundarfjörður, Ólafsvík, Rif og Hellissandur, talið frá austri til vesturs, en allt eru þetta þorp og bæir sem byggja afkomu sína að mestu á sjávarútvegi. Að sunnanverðu eru tveir smábæir, Arnarstapi og Hellnar. Vestan á nesinu var á árum áður útróðrarstöð í Dritvík og svo þorpið Beruvík, sem hefur verið í eyði í marga áratugi.

Tengt efni

Tengill