Munur á milli breytinga „Vladímír Lenín“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
| stjórnmálaflokkur = [[Bolsévikar|Bolsévikaflokkurinn]] (1898–1912)<br>Rússneski kommúnistaflokkurinn (1912–1924)
| foreldrar = Ilja Nikolajevítsj Úljanov og María Alexandrovna Blank
| maki = [[Nadesjda KrupskajaKrúpskaja]] (g. 1898–1924)
| undirskrift = Unterschrift Lenins.svg
}}
Lenín fæddist 22. apríl 1870 í bænum [[Simbirsk]], [[Rússland]]i. Foreldrar hans hétu Ilja Nikolajevítsj Úljanov (1831-1886) og María Alexandrovna Blank (1835-1916) og var hann þeirra þriðja barn af þeim fimm sem þau áttu. Fjölskylda Leníns var ágætlega efnuð og var hann skírður til grísk-kaþólskrar trúar. Árið 1887 þegar Lenín var sautján ára að aldri var eldri bróðir hans hengdur fyrir að eiga aðild að morðtilræði á keisaranum. Eftir þetta varð Lenín mjög róttækur, sem varð til þess að stuttu seinna var hann rekinn úr háskóla fyrir mótmæli, eftir að hafa fengið orð á sig sem nokkuð góður námsmaður, þá sérstaklega í latínu. Hann hélt þó áfram að læra sjálfstætt og árið 1891 fékk hann réttindi til þess að stunda lögmennsku.<ref name=hvervarlenín>Skúli Sæland. „[http://visindavefur.is/?id=5029 Hver var Vladimir Lenín?]“. Vísindavefurinn 2.6.2005. (Skoðað 21.4.2010).</ref>
 
Lenín starfaði þó stutt sem lögmaður og fór hann að stunda vinstriáróður og læra um [[Marxismi|marxisma]] í [[Pétursborg]]. Það leiddi þó til þess að árið 1895 sat hann í fangelsi í heilt ár og var síðan sendur í refsivist til þorpsins Shushenskoye í Síberíu. Þar kynntist hann stúlku að nafni [[Nadesjda KrupskajaKrúpskaja]], þau giftust stuttu síðar og átti hún eftir að standa með honum í gegnum súrt og sætt. Hann gaf svo út ritið ''Þróun Kapítalisma í Rússlandi''.<ref name=hvervarlenín/>
 
===Byltingarsinni===
Árið 1903 klofnaði sósíaldemókrataflokkurinn í [[Bolsévikar|bolsévíka]] og [[Mensévikar|mensévíka]]. Lenín hafði þá verið duglegur undanfarin ár að útbreiða boðskap sinn um byltingu og kommúnisma. Hann var foringi bolsévíka sem þýðir „stuðningsmenn meirihlutans“ en nafnið var dregið af því að í kosningum um aldamótin fengu þeir meirihluta atkvæða, það átti þó ekki eftir að vera svo alltaf. [[Julius Martov]] leddi svo mensévíka sem þýðir „stuðningsmenn minnihlutans“ af sömu ástæðu. Bolsévíkar voru mun róttækari í hugsun en mensévíkar og vildu stofna til byltingar verkalýðsins í Rússlandi en mensévíkar vildu búa til sterkan lýðræðislegan stjórnmálaflokk og fannst Lenín vera með einræðistilburði. Í hvert skipti sem menn reyndu að sameina sósíaldemókrataflokkinn var Lenín alltaf þar til að stöðva það með kröfum um byltingu. Það fór þó þannig að bolsévíkar töpuðu miklu fylgi og mensévíkar voru komnir með mun meira af fólki á bak við sig.<ref name=poulsen>Poulsen (1985), bls. 43-45.</ref><ref name=hvervarlenín/>
 
Lenín hélt áfram að ferðast um Evrópu og útbreiða boðskap kommúnismans, mestmegnis útlægur frá Rússlandi. Á ferðum sínum hitti hann annan útlægan Rússa í París að nafni [[Inessa Armand]], en hún átti eftir að verða hjákona hans síðar. Þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] hófst árið 1914 var Lenín staðsettur í Sviss. Flestir leiðtogar rússneskra sósíalista vildu þá ganga til friðarsamninga en Lenín hvatti verkalýðinn til að stofna til byltingar og kollvarpa kapítilöskum stjórnvöldum sínum með vopnum og valdi.<ref name=hvervarlenín/>
 
===Rússneska byltingin===

Leiðsagnarval