Kennan Adeang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kennan Ranibok Adeang er nárúskur stjórnmálamaður og var forseti landsins frá 17. september til 1. október 1986, nokkra daga í desember sama ár og líka frá 26. november til 19. desember 1996. Hann er faðir David Adeang.

Adeang er háskólagenginn við Australian School of Pacific Administration (ASOPA) í Sydney og útskrifaðist 1963. Hann var valinn forseti Nárú 17. september 1986 eftir valdarán af Hammer DeRoburt en missti stólinn aftur hálfum mánuði seinna, eftir valdarán. DeRoburt varð þá aftur forseti. Þetta endurtók sig í desember.

Adeang stofnaði Demókrataflokk Nárú og flokkurinn hlaut meirihluta í ríkisstjórn 17. ágúst 1989 eftir valdarán. Kenos Aroi varð þá nýr forseti og Adeang setti í stól fjármálaráðherra. Báðir hættu nokkrum mánuðum seinna.

David Adeang, sonur Kennan Adeang, stofnaði nýtt stjórnmálaafl ásamt fleirum sem nefnist Naoero Amo (Nárú fyrst).