Keeping Up with the Kardashians

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Keeping up with the Kardashians
Keeping Up with the Kardashians s11 logo.png
Tegund Raunveruleiki
Kynnir E!
Leikarar Kris Jenner
Bruce Jenner
Kourtney Kardashian
Kim Kardashian
Khloé Kardashian
Rob Kardashian
Kendall Jenner
Kylie Jenner
Upprunaland Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
Tungumál Enska
Fjöldi þáttaraða 6
Fjöldi þátta 63
Framleiðsla
Framkvæmdastjóri {{{executive producer}}}
Lengd þáttar 44 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöð E!
Fyrsti þáttur í Október 2007
Sýnt 14. október 2007 –
Síðsti þáttur í
Tímatal
Tengdir þættir Kourtney and Khloé Take Miami, Kourtney and Khloé Take New York, Khloé and Lamar

Keeping Up with the Kardashians er bandarískur raunveruleikaþáttur sem sýndur er á sjónvarpstöðinni E!. Þættirnir fylgjast með lífi Kardashian/Jenner fjölskyldunnar en sú fyrri samanstendur af fyrri eiginkonu og börnum látna lögfræðingsins Roberts Kardashians.

Þátturinn mun snúa aftur í sjöttu seríu í maí.

Persónur[breyta | breyta frumkóða]

Aðalpersónur[breyta | breyta frumkóða]

  • Kris Jenner, höfuð fjölskyldunnar, er framkvæmdarstjóri dætranna. Kris var gift hinum látna Robert Kardashian, farsælum lögfræðingi sem varð frægur í morð-dómsmáli O.J. Simpson. Þau áttu þrjár dætur og son í hjónabandinu. Kris skildi við Kardashian árið 1989 og giftist síðar íþróttamanninum Bruce Jenner. Kris átti barnatískuverslun í Kaliforníu.
  • Bruce Jenner, Ólympíumeistari í tíþraut árið 1976, giftist Kris Kardashian árið 1991 og varð stjúpfaðir barna Kris. Oft er talað um hann sem íhaldsamara foreldrið og greinir oft á við stjúpdætur sínar yfir ákvörðunum þeirra.
  • Kourtney Kardashian er elsta dóttir Kris og Roberts Kardashian. Hún er meðeigandi í tískuverslun, D-A-S-H, með systrum sínum í Calabasas, Kaliforníu og var einnig meðeigandi í búð móður sinnar. Hún var áður í raunveruleikaþættinum Filthy Rich: Cattle Drive. Hún er í sambandi með kærasta sínum til langs tíma, Scott Disick. Þann 14. desember 2009 fæddi Kortney strák, Mason Dash Disick, sem samkvæmt Kim, líkist Robert Kardashian eldri og Robert Kardashian yngri.
  • Kim Kardashian er önnur dóttir hjónanna Kris og Robert Kardasihan. Hún er meðeigandi í D-A-S-H með systrum sínum Khloé og Kourtney. Hún framleiðir sinn eigin þátt, Spindustry með Johnathan Cheban og á ilmvatnið "Dashing". Hún giftist körfuboltaleikmanninum Kris Humphries.
  • Khloé Kardashian er yngsta dóttir Kris og Roberts Kardashian. Hún er meiðeigandi í D-A-S-H og komst í fréttirnar fyrir að hafa ekið undir áhrifum árið 2007. Hún birtist nakin í herferð PETA "Ég myndi heldur vera nakin en að ganga í feldi". Hún hefur einnig tekið þátt í Celibrity Apprentice. Hún giftist körfuboltaleikmanninum Lamar Odom í sérstökum þætti.
  • Rob Kardashian er yngsta barn og einkasonur þeirra Kris og Roberts Kardashian.

Aukapersónur[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Keeping Up with the Kardashians“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.