Keeping Up with the Kardashians
Útlit
Keeping up with the Kardashians | |
---|---|
Tegund | Raunveruleiki |
Kynnir | E! |
Leikarar | Kris Jenner Bruce Jenner Kourtney Kardashian Kim Kardashian Khloé Kardashian Rob Kardashian Kendall Jenner Kylie Jenner |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 6 |
Fjöldi þátta | 63 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | Eliot Goldberg, Jeff Jenkins,Farnaz Farjam-Chazan Jonathan Murray og Ryan Seacrest |
Lengd þáttar | 44 mín. |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | E! |
Sýnt | 14. október 2007 – |
Tímatal | |
Tengdir þættir | Kourtney and Khloé Take Miami, Kourtney and Khloé Take New York, Khloé and Lamar |
Keeping Up with the Kardashians er bandarískur raunveruleikaþáttur sem sýndur er á sjónvarpstöðinni E!. Þættirnir fylgjast með lífi Kardashian/Jenner fjölskyldunnar en sú fyrri samanstendur af fyrri eiginkonu og börnum látna lögfræðingsins Roberts Kardashians.
Þátturinn mun snúa aftur í sjöttu seríu í maí.
Persónur
[breyta | breyta frumkóða]Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Kris Jenner, höfuð fjölskyldunnar, er framkvæmdarstjóri dætranna. Kris var gift hinum látna Robert Kardashian, farsælum lögfræðingi sem varð frægur í morð-dómsmáli O.J. Simpson. Þau áttu þrjár dætur og son í hjónabandinu. Kris skildi við Kardashian árið 1989 og giftist síðar íþróttamanninum Bruce Jenner. Kris átti barnatískuverslun í Kaliforníu.
- Bruce Jenner, Ólympíumeistari í tíþraut árið 1976, giftist Kris Kardashian árið 1991 og varð stjúpfaðir barna Kris. Oft er talað um hann sem íhaldsamara foreldrið og greinir oft á við stjúpdætur sínar yfir ákvörðunum þeirra.
- Kourtney Kardashian er elsta dóttir Kris og Roberts Kardashian. Hún er meðeigandi í tískuverslun, D-A-S-H, með systrum sínum í Calabasas, Kaliforníu og var einnig meðeigandi í búð móður sinnar. Hún var áður í raunveruleikaþættinum Filthy Rich: Cattle Drive. Hún er í sambandi með kærasta sínum til langs tíma, Scott Disick. Þann 14. desember 2009 fæddi Kortney strák, Mason Dash Disick, sem samkvæmt Kim, líkist Robert Kardashian eldri og Robert Kardashian yngri.
- Kim Kardashian er önnur dóttir hjónanna Kris og Robert Kardasihan. Hún er meðeigandi í D-A-S-H með systrum sínum Khloé og Kourtney. Hún framleiðir sinn eigin þátt, Spindustry með Johnathan Cheban og á ilmvatnið "Dashing". Hún giftist körfuboltaleikmanninum Kris Humphries.
- Khloé Kardashian er yngsta dóttir Kris og Roberts Kardashian. Hún er meiðeigandi í D-A-S-H og komst í fréttirnar fyrir að hafa ekið undir áhrifum árið 2007. Hún birtist nakin í herferð PETA "Ég myndi heldur vera nakin en að ganga í feldi". Hún hefur einnig tekið þátt í Celibrity Apprentice. Hún giftist körfuboltaleikmanninum Lamar Odom í sérstökum þætti.
- Rob Kardashian er yngsta barn og einkasonur þeirra Kris og Roberts Kardashian.
- Kendall Jenner fæddist 3. nóvember 1995 og er eldri dóttir Kris og Bruce Jenner.
- Kylie Jenner fæddist 10. ágúst 1997 og er yngsta dóttir Kris og Bruce Jenner.
Aukapersónur
[breyta | breyta frumkóða]- Scott Disick er kærasti Kourtney og faðir sonar hennar, Mason. (Síðan í 1. þáttaröð)
- Lamar Odom er fyrrverandi eiginmaður Khloé og spilar fyrir Los Angeles Lakers. (síðan í 4. þáttaröð)
- Reggie Bush fyrrverandi kærasti Kim. Hann spilar fyrir New Orleans Saints (1.-4. þáttaröð)
- Adrienne Bailon fyrrverandi kærasta Robs. Hún er líka fyrrverandi Cheetah stelpa. (2.-4. þáttaröð)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Keeping Up with the Kardashians“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2010.