Caitlyn Jenner
Caitlyn Jenner (f. William Bruce Jenner; 28. október 1949) er fyrrverandi bandarísk frjálsíþróttakona sem varð gullhafi í fjölþraut á sumarólympíuleikunum í Montreal 1976.[1]
Hún lagði niður íþróttaferil sinn og hóf að starfa við sjónvarp. Mest hefur hún tekið þátt í raunveruleika sjónvarpsþáttum, til dæmis Keeping Up with the Kardashians og þáttunum I Am Cait þar sem áhersla er lögð á kynleiðréttingu hennar.
Jenner er meðlimur í Repúblikanaflokknum og studdi Donald Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016. Hún hætti stuðningi við Trump árið 2018 vegna ákvörðunar hans um að banna trans fólki að gegna þjónustu í Bandaríkjaher og sagðist sjá eftir að hafa stutt hann.[2]
Í apríl 2021 tilkynnti Jenner að hún hygðist gefa kost á sér í embætti fylkisstjóra Kaliforníu ef til þess kæmi að sitjandi fylkisstjórinn Gavin Newsom yrði kosinn úr embætti. Hún réð ýmsa ráðgjafa úr kosningabaráttu Donalds Trump til að hjálpa sér í framboðinu.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Olympic Medalists
- ↑ „Caitlyn Jenner sér eftir því að hafa stutt Trump: „Hélt að hann myndi hjálpa transfólki"“. Nútíminn. 26. október 2018. Sótt 24. apríl 2021.
- ↑ „Caitlyn Jenner býður sig fram til ríkisstjóra“. mbl.is. 23. apríl 2021. Sótt 24. apríl 2021.