Kaupmáli
Kaupmáli er samningur sem hjónaefni eða hjón gera stundum gagnvart hvoru öðru við stofnun hjúskapar og á meðan honum stendur. Á Íslandi gildir kaupmáli ekki nema hann sé skráður með lögákveðnum hætti og samþykktur af hálfu beggja hjóna. Breytingar eða afturkallanir á kaupmálum eru bundnar sömu skilyrðum og gilda um kaupmála almennt. Kaupmálar eru skráðir í kaupmálaskrá sem sýslumenn viðhalda, og einnig auglýstir í Lögbirtingablaðinu. Kaupmálar geta ýmist verið gjafakaupmálar, séreignarkaupmálar og einnig verið bæði gjafa- og séreignarkaupmálar.
Gjafakaupmálar
[breyta | breyta frumkóða]Gjafakaupmálar fela í sér gjöf annars hjónanna til hins. Meginreglan er að gjafir milli þeirra séu ekki gildar nema gerður hafi verið gjafakaupmáli. Ýmsar undanþágur eru frá þeirri skyldu eins og í tilviki venjulegra gjafa.
Séreignarkaupmálar
[breyta | breyta frumkóða]Séreignarkaupmálar fela í sér að hjúskapareign(um) er breytt í séreign(ir) og/eða öfugt.