Fara í innihald

Kanínur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kanína)
Kanína
Sylvilagus audubonii
Sylvilagus audubonii
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýr (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Héradýr (Lagomorpha)
Ætt: Héraætt (Leporidae)
Ættkvíslir

Pentalagus
Bunolagus
Nesolagus
Romerolagus
Brachylagus
Sylvilagus
Oryctolagus
Poelagus

Kanínur eru spendýr af héraætt. Ekki má þó rugla kanínum við héra.[1]

Kanínur eru jurtaætur með fjórar framtennur, ólíkt öðrum nagdýrum sem eru aðeins með tvær. Tennur nagdýra vaxa um leið og þær eyðast vegna þess að þær eru rótopnar. Meðalaldur þeirra er fimm til þrettán ár og kallast kvendýrið kæna og karldýrið kani. Kanínur verða kynþroska fjögurra til sex mánaða og er meðganga þeirra um það bil þrjátíu dagar. Ungafjöldinn getur verið mismunandi eða tveir til tólf ungar og geta kanínur æxlast strax eftir got og getur stofn þeirra því margfaldast við góð skilyrði.

Kanínur eru víða ræktaðar sem húsdýr.

Kanínur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Kanínur eru orðnar hluti af dýralífi Íslands en þær finnast villtar víða á landinu. Þar má helst nefna Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Heiðmörk, Kjarnaskóg, Vestmannaeyjar og hraunin i Hafnarfirði og Garðabæ. Ekki eru allir sáttir við villtar kanínur í náttúrunni. Ástæðan er helst sú að þær eiga það til að éta blóm og annan gróður, hafa slæm áhrif á fuglalíf en margar fuglategundir eru mjög viðkvæmar fyrir minnsta raski.[2]

Kanínur hafa þó lifað villtar í íslenskri náttúru af og til síðan eldi hófst hér landi. Í Morgunblaðinu 1942 segir t.d. að:

Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá honum. Hafa kanínurnar síðan tímgast þar í nágrenninu, og jafnvel heyrst að þeirra hafi orðið vart inni í Botnsdal, hvort sem þær eru frá Litla-Sands-stofninum, ellegar þær hafa sloppið úr eldi frá öðrum bæjum. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hver er munurinn á kanínu og héra?“. Vísindavefurinn.
  2. „Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?“. Vísindavefurinn.
  3. Morgunblaðið 1942