Kaíberskarð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaíberskarð: horft yfir til Pakistan frá Afganistan

Kaíberskarð (pashto: د خیبر درہ, úrdú/persneska: درۂ خیبر) er fjallaskarð í Spin Ghar-fjallgarðinum milli Afganistans og Pakistans. Skarðið var hluti af Silkiveginum og það hefur í aldaraðir verið mikilvæg verslunarleið milli Mið-Asíu og Suður-Asíu. Skarðið er líka hernaðarlega mikilvægt og margar innrásir hafa farið gegnum skarðið, allt frá Alexander miklabreska hernum sem notaði skarðið til að leggja Afganistan undir Breska heimsveldið. Skarðið er enn mikilvæg leið til að koma hergögnum til herliðs NATO í Afganistan. Hæsti punktur vegarins um skarðið er 5 kílómetra innan landamæra Pakistans þar sem heitir Landi Kotal.