Kýrillískt stafróf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kýrillískt letur)

Kyrillískt stafróf er stafróf notað til að rita sex slavnesk mál: rússnesku, úkraínsku, hvítrússnesku, serbnesku, makedónsku og búlgörsku ásamt ýmsum tungumálum í fyrrverandi Sovétríkjunum.

Það er einnig notað af þeim þjóðum sem höfðu ekkert ritmál fyrr en Sovétmenn færðu þær nær nútímanum og einnig af þjóðum sem notuðust við önnur leturkerfi en skiptu yfir í kyrillískt letur á Sovéttímanum. Margar þessara þjóða hafa tekið upp annað leturkerfi eftir hrun Sovétríkjanna, t.d. latneskt letur eða ritmálið sem þær notuðu áður.

Kyrillíska stafrófið byggist á því gríska og er kennt við gríska trúboðann Kyrillos.

Kyrillíska stafrófið[breyta | breyta frumkóða]

Hér sést kyrillíska stafrófið eins og það kemur fram í rússnesku:

Kyrillískur
bókstafur
Umritun í ensku[1] Umritun í íslensku[1] Athugasemdir
А а a a
Б б b b
В в v v
Г г g g
Д д d d
Е е e, ye e, je „je“ eftir sérhljóði eða fremst í orði[1]
Ё ё e, yo jo
Ж ж zh zh (raddað sje-hljóð)
З з z z (raddað s-hljóð)
И и i í
Й й j j
К к k k (ófráblásið)
Л л l l
М м m m
Н н n n
О о o o
П п p p (ófráblásið)
Р р r r
С с s s
Т т t t (ófráblásið)
У у u ú
Ф ф f f
Х х kh kh (líkt þýsku ch; dauft ach-hljóð, eða k í lykt)
Ц ц ts ts
Ч ч ch tsj
Ш ш sh sh
Щ щ shch stsj (langt, mjúkt tje-hljóð)
Ъ ъ (sýnir harðan framburð samhljóðans á undan)
Ы ы y y (uppmælt i-hljóð)
Ь ь (sýnir mjúkan framburð samhljóðans á undan)
Э э e e (samsvarar dönsku æ)
Ю ю yu, iu
Я я ya, ia ja

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Umritunarreglur“. Árnastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2021. Sótt 12. september 2019.
  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.