Fara í innihald

John Boehner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Boehner
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
Í embætti
5. janúar 2011 – 29. október 2015
ForveriNancy Pelosi
EftirmaðurPaul Ryan
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 8. kjördæmi Ohio
Í embætti
3. janúar 1991 – 31. október 2015
ForveriBuz Lukens
EftirmaðurWarren Davidson
Persónulegar upplýsingar
Fæddur17. nóvember 1949 (1949-11-17) (75 ára)
Reading, Ohio, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn
MakiDeborah Gunlack (g. 1973)
Börn3
HáskóliXavier-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

John Andrew Boehner (f. 17. nóvember 1949) er bandarískur stjórnmálamaður, fulltrúadeildarþingmaður og fyrrverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann hefur setið í fulltrúadeildinni fyrir Repúblikanaflokkinn síðan 1991, starfaði sem leiðtogi minnihlutans í þinginu síðan 2007 og var kjörinn forseti deildarinnar í janúar 2011.

Þingferill

[breyta | breyta frumkóða]

Boehner var fyrst kosinn á þing árið 1990 sem fulltrúi Ohio. Það fyrsta sem Boehner kom í verk á þingi var að taka þátt með Sjöklúbbnum (e. Gang of Seven) í að „taka til í þinginu“, meðal annars að loka fulltrúabankanum (e. House bank) vegna hneykslis varðandi fjárreiður þingmanna í tengslum við bankann. Einnig komu þeir upp um hneyksli varðandi veitingastað þingsins og pósthús en pósthúsið tengdist meðal annars eiturlyfjasölu og illa fengnu fé.[1]

Annað sem Boehner stóð að á þessum fyrstu árum sínum var að móta „samning við Bandaríkin“ (e. Contract with America) árið 1994, meðal annars í samstarfi við Newt Gingrich. Þetta skjal sem var í raun stefnuskrá, var notað í kosningabaráttu repúblikana árið 1994 og er talinn stór þáttur í því að repúblikanar náðu meirihluta í neðri deildinni í fyrsta skipti í fjóra áratugi.

Boehner starfaði meðal annars sem fundarstjóri repúblikana í fulltrúadeildinni (e. House Republican Conference Chairman), var forseti ýmissa nefnda auk þess að leiða ýmis mikilvæg frumvörp á borð við „Ekkert barn skilið eftir“ (e. No Child left Behind)[2] sem lagt var fram til að tryggja öllum börnum menntun. Árið 2006 var hann síðan kosinn til þess að leiða meirihluta repúblikana í þinginu sem hann gerði í eitt ár eða þar til demókratar náðu meirihluta í þinginu en Boehner var þá kosinn leiðtogi minnihlutans. [3]

Boehner var kjörinn forseti fulltrúadeildarinnar þegar nýr meirihluti tók við 3. janúar 2011 en meðal kosningaloforða hans var að minnka útgjöld alríkisins, skapa fleiri störf og breyta vinnulagi í þinginu. Gagnrýnendur hans sögðu þetta þó ómarkviss loforð þar sem hann tilgreindi ekki á neinn hátt hvernig hann ætlaði að efna þessi loforð. Boehner tók einnig þátt í gagnrýni repúblikana á Obama og stjórn hans. [4]

Boehner sem fæddist 17. nóvember 1949 ólst upp kaþólskri fjölskyldu í Cincinnati í Ohio ásamt ellefu systkinum. Faðir hans átti bar sem hann byrjaði að vinna á, ungur að aldri. Boehner úskrifaðist úr Xavier háskóla árið 1977 og fór að vinna í innpökkunarfyrirtæki þar sem hann varð síðar forstjóri þar til hann fór út í stjórnmál í Ohio árið 1984. Hann og kona hans, Debbie, eiga saman tvö börn. Þrátt fyrir að Boehner væri alinn upp í demókratafjölskyldu studdi hann repúblikana frá árinu 1970 og er nú þekktur íhaldsmaður og frjálshyggjusinni en hann hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir tengsl sín við ýmsa þrýstihópa. [5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „John Boehner Biography“. Sótt 12. nóvember 2010.
  2. „Accountability and Avoidance in the Bush Education Plan: The 'No Child Left Behind Act Of 2001.' (PDF). Sótt 13. nóvember 2010.
  3. „John A. Boehner“. Sótt 13. nóvember 2010.
  4. „Tight Deadline for New Speaker to Deliver“. Sótt 13. nóvember 2010.
  5. „John A. Boehner“. Sótt 13. nóvember 2010.


Fyrirrennari:
Nancy Pelosi
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings
(5. janúar 201129. október 2015)
Eftirmaður:
Paul Ryan