Jean-Baptiste Charcot
Útlit
(Endurbeint frá Jean Charcot)
Jean-Baptiste Charcot (15. júlí 1867 – 16. september 1936) var frægur franskur vísindamaður og landkönnuður. Faðir hans var taugafræðingurinn Jean-Martin Charcot.
Charcot leiddi tvo mikilvæga könnunarleiðangra til Suðurskautslandsins 1904-1907 á skipinu Français og 1908-1910 á sérútbúna rannsóknarskipinu Pourquoi-Pas ?. Síðar sigldi hann á því sama skipi í leiðangra til Færeyja, Grænlands og Svalbarða. Á heimleið frá Grænlandi lenti skipið í stormi við Íslandsstrendur og fórst við Álftanes á Mýrum 16. september 1936. Aðeins einn skipverja, Eugène Gonidec, komst lífs af en Charcot og 39 aðrir fórust.
Thora Friðriksson skrifaði bók um Jean-Baptiste Charcot sem kom út árið 1947.