Japönsk hörpuskel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Japönsk hörpuskel
Mizuhopecten yessoensis.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Samlokur (Bivalvia)
Ættbálkur: Ostrur (Ostreoida)
Ætt: Diskaætt (Pectinidae)
Ættkvísl: Chlamys
Tegund:
P.yessoensis

Tvínefni
Patinopecten yessoensis
Jay, 1857

Japönsk hörpuskel (fræðiheiti: Patinopecten yessoensis) er sælindýr af diskaætt. Nafnið „yesso“ bendir til þess að hún finnst við Norður-Japan. Japanska hörpuskelin finnst aðeins villt í Norðurvestur-Kyrrahafi. Við austurströnd Asíu, frá Kína, Kóreu, Japan og Sakalín og hugsanlega langt norður til Kamsjatkaskagi og Aleúteyja. Japönsk hörpuskel er einnig alin í eldi í Kína, suður Kóreu, Japan og Rússlandi.

Japanska hörpuskelin finnst í skjólsælum, grunnum flóum sem liggja við klettastrandir, og við 30–40 m dýpi á opnari hafsvæðum. Kjörhitastig til vaxtar er 4–8°C en skelin þolir hitastig frá -2° til 26°C. Skelin finnst í 3,2% að 3,4% seltu.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Japanska hörpuskelin er frekar stór, eða 10–22 cm á lengd. Hún er næstum hringlaga með tvö nánast jöfn eyru við miðju. Skelin er hvít öðrum megin en fjólublá eða brún hinum megin. Á hvítu hliðinni eru 20 frekar flatar rákir en á fjólubrúnu hliðinni eru 20 grófar rákir. Rákirnar mynda eins konar geisla frá miðjum eyrunum að hinum enda skeljarinnar. Innri hlið skeljanna er hvít með rákum og hefur rispur eftir hreyfivöðva.[1]

Lífsferill og lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Ólíkt öðrum tegundum af hörpuskeljum fæðist skelin tvíkynja. Hún þroskast í að verða karlkyns og breytist síðan í kvennkyn með árunum. Hrygning á sér stað á vorin, hefst í mars og nær hámarki í apríl (í Japan, mánuði síðar lengri í norður) þegar sjávarhiti hækkar og verður um 7–12°C. Kvenkyns hörpuskeljar sem eru 12–15 cm á hæð framleiða 8–18 milljónir eggja. Lirfurnar eru fyrst um 110 µm og nærast á svifdýrum. Eftir 30–40 daga eru lirfurnar orðnar 250–280 µm og fullþroskaðar og tilbúnar til að setjast á sjávargróður og umbreytast. Á næstu 3–4 mánuðum heldur ungviðið áfram að vaxa og þegar þau eru orðin stærri en 10 mm í skeljarhæð fara þær úr gróðrinum og finna sér hentungt undirlag.

Æviskeið japönsku hörpuskeljarinnar er 10–12 ár og hún vex allann tímann. Við 10–12 ára aldur ern hörpudiskurinn orðinn um 20 cm og 1 kg að þyngd.[2]

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Japanska hörpuskelin var dýrmætur meðafli fram til 1930 en þá hrundi stofninn, aðallega sökum ofveiði. Veiðarnar náðu sér þó á skrið fljótt aftur því um 1935 voru 80 þúsund tonnum landað í Japan. Á sama tíma voru veiðar við Rússland á um 16.000 ha svæði. Afli snarminnkaði eftir þetta og féll niður í 6 þúsund tonn í Japan árið 1968. Eftir það var farið að rækta hörpuskel með viltum seiðum .

Frá aldamótum hefur framleiðslan verið stabíl við 1,1–1,2 milljón tonna. Kína og Japan eru aðal framleiðsluþjóðirnar, en saman náðu þau um 1,1 milljón tonna árið 2003.[3]

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Afli villtra og ræktaðra skelja

Heimsframleiðslan á japönsku hörpuskelinni fer nánast eingöngu fram með villtum seiðum. Japanir hafa þróað aðferð við ræktun sem hefur breiðst út til annarra þjóða sem stunda ræktun við Norður-Kyrrahaf, og svipaðar aðferðir byggðar á japönsku aðferðinni eru notaðar við ræktun annarra tegunda af hörpuskeljum. Náið er fylgst með hrygningu og þéttleika lirfanna í vatninu, fylgst er bæði með tíma og styrk. Þegar meira en 50% lirfanna hafa náð 200 µm að lengd fara safnarar að virka. Tvær tegundir safnara eru notaðar, annars vegar eins konar laukpokar, pakkaðir í plast. Þeir eru settir 10 saman á 5 metra reipi. Hins vegar keilulaga plötur úr götuðu plasti sem eru spenntar nokkrar saman, um 25, á 2,5 m reipi. Net með litlum möskvum er síðan sett í kringum reipið.

30–40 dögum eftir fæðingu fara lirfurnar að setjast á pokana, þær sem eru enn of litlar geta farið í gegn um möskvana og sest á plöturnar eða plastið og umbreyst og stækkað. Stærri rándýr geta ekki komist inn í ræktunarpokana, og lirfurnar geta ekki sloppið. Báðar tegundir safnara eru fest á frá hafsbotni, þær fljóta upp og eru einskonar láréttar fiskilínu og hanga 5–10m neðan vatnsborðinu og ca. 5 m ofar botninum. Safnararnir eru yfirleitt á sama stað þar til lirfan umbreytist þegar hún hefur náð um 8–10 mm hæð. Þá hafa yfirleitt liðið um 3 mánuðir.

Þá eru skeljarnar færðar í eins konar perlunet, þetta gerist að haustlagi. Lítil rándýr, eða önnur sem keppast við skeljarnar um næringu eða pláss, eru vandlega tekin í burtu. Eftir tíu vikur er hæðin orðin um 20–30 mm. Um 90% hörpuskeljanna komast af á þessu tímabili. Skeljarnar eru í þessu neti fram að næsta vori þar til þær eru orðnar um 50 mm á hæð. Þá eru þær tilbúnar fyrir næsta skref, sem er í raun bara að bíða þar til þær eru nógu og stórar fyrir markað.

Skeljunum er landað þegar þær eru um 100 mm á hæð, yfirleitt eftir tvö til þrjú ár í ræktun. Skeljarnar deyja þegar þær koma úr vatninu og passa þarf óþarfa sólarljós eða loft. Við meðhöndlun verður því að tryggja að skeljarnar séu fluttar til pökkunnar eða vinnslu eins fljótt og auðið er. Vinnslan er lítil fyrir utan þvott og er haldið í lágmarki. Skeljarnar eru síðan fluttar kældar í heilu lagi á markaði, eða að kjötið sjálft sé fryst eða niðursoðið.

Það er erfitt að áætla kostnað við ræktun vegna mismunandi aðferða og mistæknilegs búnaðar. Kílóverðið af landaðri japanskri hörpuskel í Japan var um 6–7 bandaríkjadala árið 2004. Það er enginn kostnaður við fæðu en kostnaður liggur mest í launum þar sem slík ræktun krefst mikillar vinnu.[4]

Afli og markaður[breyta | breyta frumkóða]

sýnishorn
Hörpuskel með vínsósu

Frá 1950 til 1970 var afli aðeins villtur, en frá 1970 hefur japanski hörpudiskurinn mikið verið ræktaður. Afli var lítill til 1970 eða um 10 þúsund tonn en eftir það fór aflinn vaxandi, bæði í villtri skel og ræktaðari. Nokkrar sveiflur eru í aflanum en oft á síðasta áratug hefur heildarafli af villtri og ræktaðri skel farið samanlagt í um 600 þúsund tonn.

Hörpuskelin er bæði seld frosin og fersk, en ferska skelin fer fyrst og fremst á markaði nálægt löndunarstað sökum þess hve stuttan hillutíma hún hefur. Frosnu afurðirnar eru einnig seldir á nálægum mörkuðum, en nokkur þúsund tonn eru flutt úr landi, aðallega til Bandaríkjanna og Frakklands.[5]

Iðnaðurinn jókst 32,1 falt í virði og 23,1 falt í framleiðslu á 30 árum frá 1970 til 2000 og var þá metið á meira en 80 billjón jen frá 1998 til 2000. Ef skoðað er samband á verði og framleiðslu má sjá að verðlækkun hefur verið síðan 1987 þar em framleiðlan fór yfir 300.000 mT og lækkuninn er enn í gangi.[6]

Sjúkdómar og aðrar ógnir við tegundina[breyta | breyta frumkóða]

Engir sérstakir sjúkdómar hafa verið skráðir fyrir að hrjá japönsku hörpuskelina. Aftur á móti hafa fundist á þeim sníkjudýr eins og Cliona-svampur og einnig virðis sníkjudýrið Perkinsus SP hrjá flestar skeljar.[7]

Það eru mörg dýr sem nærast á hörpudisknum eða keppa við hann um fæðu. Þar á meðan eru stjörnufiskar, ígulker, kolkrabbar, krabbar og fiskar. Stjörnufiskar og ígulker eru fjarlægð úr ræktun með plógi áður en til sáningar kemur. Stundum eru kolkrabbar veiddir með trépottum, líni eða krókum í tunnur. Aðrar tegundir eru látnar vera vegna skorts á aðferðum eða vegna þess að það er of dýr.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Patinopecten yessoensis. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Patinopecten_yessoensis/en#tcN8014C
  2. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Patinopecten yessoensis. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Patinopecten_yessoensis/en#tcN8014C
  3. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Patinopecten yessoensis. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Patinopecten_yessoensis/en#tcN8014C
  4. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Patinopecten yessoensis. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Patinopecten_yessoensis/en#tcN8014C
  5. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Patinopecten yessoensis. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Patinopecten_yessoensis/en#tcN8014C
  6. Shumway, Sandra E., Parsons, Jay. G. J. (2006). Scallops: Biology, Ecology and Aquaculture. San Diego: Eleviser B.V.
  7. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Patinopecten yessoensis. Sótt 12. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/culturedspecies/Patinopecten_yessoensis/en#tcN8014C
  8. Shumway, Sandra E., Parsons, Jay. G. J. (2006). Scallops: Biology, Ecology and Aquaculture. San Diego: Eleviser B.V.