Fara í innihald

Jón Laxdal (leikari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Laxdal
Fæddur7. júní 1933(1933-06-07)
Ísafjörður, Ísland
Dáinn15. maí 2005 (71 árs)
Kaiserstuhl, Sviss
ÞjóðerniÍslenskur
StörfLeikari og leikstjóri
Börn3
ForeldrarHalldór Friðgeir Sigurðsson
Svanfríður Albertsdóttir

Jón Laxdal Halldórsson (7. júní 1933 - 15. maí 2005) var íslenskur leikari og leikstjóri.[1]

Jón fæddist á Ísafirði. Hann var tólfta barn Halldórs Friðgeirs Sigurðssonar frá Arnardal og Svanfríðar Albertsdóttur frá Ísafirði. Hann lærði við leiklistarskóla Þjóðleikshússins og Max-Reinhardt-Seminar í Vín.[2]

Jón Laxdal lék m.a. Garðar Hólm í Brekkukotsannál (1972) og bóndann Steinar í Paradísarheimt, sem báðar voru gerðar eftir skáldsögum Halldórs Laxness. Jón rak eigið leikhús í Kaiserstuhl í Sviss sín síðustu ár.[3]

Árið 1980 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir leiklistarstörf af Vigdísi Finnbogadóttur.[4]

Árið 2001 komu út endurminningar hans, Lífið lék við mig, sem skráðar voru af Haraldi Jóhannssyni.[5]

  1. „Andlát - Jón Laxdal Halldórsson“. Morgunblaðið. 17. maí 2005. bls. 4. Sótt 16. október 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  2. „Minningargrein: Jón Laxdal Halldórsson“. Morgunblaðið. 21. maí 2005. bls. 51. Sótt 16. október 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  3. „Jón Laxdal Halldórsson leikari látinn“. Bæjarins besta. 19. maí 2005. bls. 15. Sótt 16. október 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  4. „Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands sæmdi í fyrradag Jón Laxdal, leikara, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu“. Helgarpósturinn. 3. október 1980. bls. 28. Sótt 16. október 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  5. „Endurminningar“. Morgunblaðið. 8. desember 2021. bls. 32. Sótt 16. október 2024 – gegnum Tímarit.is.Einkennismerki opins aðgangs
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.