Fara í innihald

Halldór Friðgeir Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Halldór Friðgeir Sigurðsson
Fæddur28. janúar 1880(1880-01-28)
Arnardalur, Skutulsfjörður, Ísland
Dáinn17. nóvember 1960 (80 ára)
Ísafjörður, Ísland
StörfSkipstjóri
MakiSvanfríður Albertsdóttir
Börn11, þ.á.m. Jón Laxdal
HeiðurRiddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu

Halldór Friðgeir Sigurðsson (26. janúar 1880 – 17. nóvember 1960) var íslenskur skipstjóri.[1] Hann var einn af stofnendum Samvinnufélags Ísfirðinga og var lengst af skipstjóri á bátnum Vébirni. Hann kom að stofnun stýrimannafélagsins Bylgjunar árið 1921 og var kosinn varaformaður á fyrsta fundi þess og varð seinna formaður félagsins í nokkur ár. Halldór var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1945 fyrir framlag sitt til sjávarútvegsins.[2]

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Halldór fæddist í Arnardal við Skutulsfirði en foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson (1836 – 1899) og Jónína Barbara Sturludóttir (1840 – 1909). Hann var kvæntur Svanfríði Albertsdóttur og eignaðist með henni 11 börn, þar á meðal Jón Laxdal leikara.[3]

  1. „Íslendingaþættir. Sjötugur: Halldór Sigurðsson, skipstjóri frá Ísafirði“. Tíminn. 01 1950. bls. 3. Sótt 04 2024.
  2. „7 Íslendingar og 1 Norðmaður sæmdir Fálkaorðunni“. Morgunblaðið. Nóvember 1945. bls. 5. Sótt Apríl 2024.
  3. Guðmundur Guðmundsson (Mars 1960). „80 ára - Halldór Sigurðsson, skipstjóri“. Sjómannablaðið Víkingur. Sótt Apríl 2024.