Jóhannes Jósefsson
Útlit
(Endurbeint frá Jóhannes á Borg)
Jóhannes Jósefsson eða Jóhannes á Borg (28. júlí 1883 – 5. október 1968) var íslenskur glímukappi, fæddur á Oddeyri (Akureyri), sem ferðaðist um alla Evrópu og Bandaríkin og sýndi glímu eftir aldamótin 1900. Hann tók þátt í Sumarólympíuleikunum 1908 þar sem hann keppti í grísk-rómverskri glímu fyrir hönd Danmerkur.
Árið 1930 lagði hann allt sitt fé í að reisa Hótel Borg í Reykjavík og rak það næstu þrjátíu árin, eða þar til hann settist í helgan stein árið 1960. Eftir að hann reisti hótelið var hann jafnan nefndur Jóhannes á Borg.
Jóhannes var tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ árið 2013.