Fara í innihald

Iðnaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kolaorkuver í Nevada, Bandaríkjunum.

Iðnaður er sá hluti efnahagslífsins sem framleiðir vörur og veitir þjónustu. Iðnaður eins og við þekkjum hann í dag varð til í iðnbyltingunni á 19. öld. Venja er að flokka iðngreinar í fernt: frumvinnslugreinar eru greinar þar sem náttúruauðlindum er breytt í vörur eins og námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður; framleiðslugreinar eru greinar þar sem hráefnum er breytt í vörur eins og bílaiðnaður og matvælaiðnaður; þjónustugreinar eru greinar eins og verslun og bankastarfsemi; þekkingargreinar eru síðan greinar sem fást við rannsóknir, hönnun og þróun sem leitt geta til breytinga og tækniframfara. Stundum er fimmta flokknum, stjórnunargreinum, bætt við. Þessi flokkun iðngreina hefur verið notuð sem undirstaða annarra flokkunarkerfa. Þannig hafa þróunarlönd verið skilgreind sem lönd með efnahag sem byggist á fyrsta og öðrum flokki, en þróuð lönd skilgreind sem lönd þar sem meiri áhersla er lögð á á þriðja og fjórða flokkinn. Á sama hátt hefur verið talað um foriðnvæðingu, klassíska iðnvæðingu og eftiriðnvæðingu, eftir því hvaða geiri er ríkjandi á hvaða tíma. Sumir höfundar hafa hneigst til að hafna þessari skiptingu alveg.