Fara í innihald

Inkscape

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inkscape
HönnuðurInkscape-þróunarhópurinn
Nýjasta útgáfa0.91[1]
StýrikerfiLinux, FreeBSD, Mac OS X, Windows
Tungumál í boðimörg (40)
Notkun teikniforrit
LeyfiGNU General Public License
Vefsíða www.inkscape.org

Inkscape er frjálst teikniforrit til að vinna með vigurmyndir. Forritið útfærir SVG-sniðið sem eigið snið en styður mörg önnur vigurmyndasnið og útflutning í PNG-rastamynd. Forritið er öflugt teikniforrit sem styður allar helstu teikniaðgerðir, umbrot texta (m.a. fyrir flóknar skriftir) og litakerfi. Yfirlýst markmið með forritinu er að vera fullkomin útfærsla á SVG-sniðinu með stuðningi við CSS en talsvert vantar enn upp á það. Forritið býður t.d. ekki upp á gerð gagnvirkra mynda og hreyfimynda eða notkun SVG-leturgerða.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://wiki.inkscape.org/wiki/index.php/Release_notes/0.91
  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.