Fara í innihald

Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen - Á morgun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen
Bakhlið
IM 27
FlytjandiIngibjörg Þorbergs, Alfreð Clausen, Carl Billich, Josef Felzmann, Einar B. Waage
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Ingibjörg Þorbergs og Alfreð Clausen er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngja Alfreð Clausen og Ingibjörg Þorbergs lögin Á morgun og Stefnumótið, við undirleik tríós Carl Billich. Í tríóinu voru auk Billich, Josef Felzmann og Einar B. Waage. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

  1. Á morgun - Lag og texti: Ingibjörg Þorbergs - Hljóðdæmi
  2. Stefnumótið - Lag - texti: Ásta Sveinsdóttir - Númi Þorbergsson - Hljóðdæmi


Lagið Á morgun

[breyta | breyta frumkóða]

Lag Ingibjargar Þorbergs Á morgun vakti verðskuldaða athygli þegar það kom fyrst út 1953. Gæði lagsins, útsetning og flutningur alllur hefur fært lagið í öndvegisflokk sígildra íslenskra dægurlaga, sem yngri kynslóðir sækja innblástur í og leitast við að endurvekja. Í leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1995 var lagið sungið af Eddu Heiðrúnu Backman og Agli Ólafssyni. Síðan tóku Megas og senuþjófarnir lagið á samnefndri plötu sinni 2008. Árið 2011 sungu svo Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius það inn á plötu með Sinfóníuhljómsveitinni. Lagið er fyrsta íslenska dægurlagið sem kona semur og syngur sjálf inn á hljómplötu.

Forsíða nótnaheftis

[breyta | breyta frumkóða]