Sigríður Thorlacius

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigríður Thorlacius (f. 1982) er íslensk djass- og poppsöngkona, þekktust fyrir tónlist sína með sveitinni Hjaltalín.

Sigríður gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og söng í Hamrahlíðarkórnum. Þar kynntist hún tilvonandi hljómsveitarmeðlimum sínum í Hjaltalín. Hún hefur sungið með hljómsveitinni frá 2006. Sigríður hefur stundað nám við píanó, klassískan söng, og djassöng.[1]

Hún hlaut titilinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum árið 2014.

Árið 2014 gaf hún út djassplötu með Tómasi R. Einarssyni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ísmús – Sigríður Thorlacius“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. febrúar 2019.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.